Ferill 218. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 218 . mál.


857. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. um Háskólann á Akureyri, nr. 51/1992, með síðari breytingu.

Frá 2. minni hluta menntamálanefndar (LB, SJóh).



    Eftirfarandi breytingar verði á 1. gr.:
    1. efnismgr. orðist svo:
                  Hver sá sem staðist hefur stúdentspróf frá íslenskum skóla sem heimild hefur til að brautskrá stúdenta getur sótt um að skrá sig til náms við háskólann gegn því að greiða skrásetningargjald, 9.000 kr. Af þeirri fjárhæð er háskólanefnd heimilt með samningi að ráðstafa allt að 2.800 kr. til Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri og allt að 2.200 kr. til sérstakra verkefna samkvæmt samningi milli Háskólans á Akureyri og Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri sem háskólanefnd staðfestir.
    Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Heimilt er að hækka fjárhæðir þær sem tilgreindar eru í 1. mgr. til samræmis við þær breytingar sem verða á vísitölu neysluverðs, sbr. lög nr. 12/1995.