Ferill 271. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 271 . mál.


867. Frumvarp til laga



um breyting á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987.

(Eftir 2. umr., 24. apríl.)



1. gr.

    Á eftir 64. gr. kemur ný grein, 64. gr. a, svohljóðandi:
    Dómsmálaráðherra getur sett reglur um heimild eiganda ökutækis til að velja tiltekna bókstafi og tölustafi á skráningarmerki ökutækisins (einkamerki).
    Fyrir rétt til einkamerkis skal greiða 25.000 kr., auk gjalds fyrir skráningu og skráningarmerki. Fyrir skráningu á flutningi einkamerkis af einu ökutæki á annað í samræmi við reglur sem settar eru skv. 1. mgr. skal greiða sama gjald og fyrir skráningu eigendaskipta að ökutæki. Gjaldið renni til Umferðarráðs.
    

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.