Ferill 150. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 150 . mál.


373. Breytingartillögur



við frv. til l. um fjarskipti.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (EKG, MS, EgJ, StG, ÁJ, KPál).



    Við 6. gr.
         
    
    Á eftir orðunum „skilyrði vera“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: hlutlæg.
         
    
    Í stað orðanna „almennri fjarskiptaþjónustu“ í g-lið 2. mgr. komi: alþjónustu.
    Við 11. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Rekstrarleyfishafi í alþjónustu eða sem leyfi hefur til reksturs almenns fjarskiptanets skal semja og birta opinberlega þá skilmála sem gilda um fjarskiptaþjónustu hans. Þar skal mælt fyrir um biðtíma eftir tengingu við fjarskiptanet, eftir því sem við á, um viðgerðir eða lagfæringar ef tenging rofnar og um þjónustu rekstrarleyfishafa að öðru leyti.
         
    
    Á eftir orðunum „skilmálum sínum“ í 2. mgr. komi: skv. 1. mgr.
         
    
    Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr.:
                   
    Fyrri málsliður falli brott.
                   
    Í stað orðanna „viðskiptaskilmálum, t.d.“ komi: skilmálum.
    Við 15. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    3. mgr. orðist svo:
                            Jöfnunargjald samkvæmt lögum þessum skal ákveðið árlega með lögum, í fyrsta skipti fyrir gjaldárið 1998.
         
    
    Í stað orðanna „um útreikning rekstrartaps og um álagningu jöfnunargjalds á rekstrarleyfishafa“ í 6. mgr. komi: og um útreikning rekstrartaps.
    Fyrirsögn XVIII. kafla orðist svo: Viðurlög o.fl.
    Á eftir 38. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Notkunargjald fyrir talsímaþjónustu hjá hverjum rekstrarleyfishafa fyrir sig skal vera hið sama alls staðar á landinu eigi síðar en 1. júlí 1998 og skal þá innheimta sérstaks álags vegna langlínusamtala óheimil.