Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 1 . mál.


471. Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1997.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur, Kristínu Ástgeirsdóttur


og Kristínu Halldórsdóttur.



Þús. kr.

    Við 4. gr. 02-319 Framhaldsskólar almennt. 116 Nýjungar í skólastarfi.
    Fyrir „13.300“ kemur     
25.000


Greinargerð.


    Í kjölfar TIMSS-rannsóknarinnar um árangur skólabarna í raungreinum og stærðfræði er lagt til að átak verði gert í framhaldsskólum á sviði raungreina. Hér er lögð til aukning á fjárframlagi til liðarins Nýjungar í skólastarfi, m.a. til Þróunarsjóðs framhaldsskólans, sbr. 45. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 80/1996. Æskilegt er að þessi viðbót, 11,7 millj. kr., verði notuð til átaks á sviði raungreina, m.a. með styrkveitingum úr Þróunarsjóði framhaldsskólans.