Ferill 568. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 568 . mál.


927. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tillögur nefndar frá 1993 til að draga úr skattundandrætti.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Hvað hefur fjármálaráðuneytið gert til að hrinda í framkvæmd eftirfarandi tillögum nefndar fjármálaráðherra frá 1993 í því skyni að draga úr skattundandrætti:
    að þær matsreglur sem notaðar hafa verið vegna reiknaðs endurgjalds verði endurskoðaðar frá grunni og nýjar settar,
    að embætti skattrannsóknarstjóra hafi það verkefni að kynna opinberlega refisdóma í skattsvikamálum,
    að hafa forgöngu um stefnumótun og setja skattayfirvöldum markmið og ákvarða leiðir til að draga úr svartri atvinnustarfsemi?