Ferill 381. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 381 . mál.


1078. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, sbr. lög nr. 31/1994 og 130/1995.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingibjörgu Broddadóttur og Árna Gunnarsson frá félagsmálaráðuneyti og Jón Björnsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Hafnarfjarðarkaupstað, Akureyrarkaupstað, Sambandi sveitarfélaga í Norðurlandi vestra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Eyþingi, Sambandi sveitarfélaga í Norðurlandi eystra.
    Í frumvarpinu er lögð til breytt skipan þeirra félagsmálanefnda sem auk annarra verkefna fara með barnaverndarmál, kveðið er á um skyldu sveitarfélaga til að bjóða upp á félagslega ráðgjöf og gert ráð fyrir skyldu sveitarfélaga til fjárhagsaðstoðar allt að fjórum mánuðum aftur í tímann frá því að umsókn er lögð fram. Þá eru í frumvarpinu ýmsar aðrar smávægilegar breytingar á lögunum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
    Nefndin leggur til að felldur verði brott seinni hluti 1. mgr. 7. gr. frumvarpsins, en í 1. mgr. segir að sveitarstjórn skuli setja reglur um framkvæmd fjárhagsaðstoðar í samræmi við lögin og önnur lög eftir því sem við á. Nefndin telur óþarft að kveða á um að slíkar reglur skuli settar í samræmi við lögin um félagsþjónustu sveitarfélaga og önnur lög eftir því sem við á. Slíkt er augljóst og leiðir af eðli máls. Nefndin mælir því með samþykkt frumvarpsins með svohjóðandi

BREYTINGU:

    Við 7. gr. Orðin „í samræmi við lög þessi og önnur lög eftir því sem við á“ í 1. mgr. falli brott.

    Einar K. Guðfinnsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 2. maí 1997.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Siv Friðleifsdóttir.

Arnbjörg Sveinsdóttir.


form., frsm.



Kristján Pálsson.

Pétur H. Blöndal.

Magnús Stefánsson.



Rannveig Guðmundsdóttir.

Bryndís Hlöðversdóttir.