Ferill 531. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 531 . mál.


1222. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SAÞ, HjÁ, TIO, ÓÖH, GHall).



    Við 1. gr. 2. málsl. efnismálsgreinar b-liðar orðist svo: Framkvæmdastjóri ræður annað starfsfólk.
    Við 2. gr. 2. efnismálsl. a-liðar orðist svo: Úrskurðum stjórnar má vísa til málskotsnefndar, sbr. 6. gr.
    Á eftir 2. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Á eftir 5. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi:
                  Menntamálaráðherra skipar málskotsnefnd þriggja manna og jafnmarga til vara, sbr. 5. gr., til fjögurra ára í senn og skulu nefndarmenn vera lögfræðingar. Formaður nefndarinnar og varamaður hans skulu fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara.
                  Nefndin sker úr um hvort úrskurðir stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Nefndin getur staðfest, breytt eða fellt úr gildi ákvarðanir stjórnar sjóðsins. Úrskurður nefndarinnar skal vera rökstuddur og er endanlegur. Afl atkvæða ræður niðurstöðu nefndarinnar. Ráðherra setur nefndinni starfsreglur.
                  Um málsmeðferð að öðru leyti fer eftir stjórnsýslulögum.
    Við 6. gr. Orðið „ríflegan“ í 2. málsl. efnismálsgreinarinnar falli brott.


















Prentað upp.