Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 380 – 306. mál.



Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um bifreiðakostnað bankanna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig skiptast greiðslur fyrir afnot af bifreiðum starfsmanna, sem fram komu í svari ráðherra við fyrirspurn á þskj. 32, milli kynja og stöðuheita, sundurliðað eftir árum og heildargreiðslum einstakra banka á tímabilinu 1. janúar 1993 til 10. október 1997?
     2.      Eru einstaklingsbundnir samningar, kjarasamningar eða almennar reglur að baki slíkum greiðslum og hvaða mat liggur þá til grundvallar?

                             
Skriflegt svar óskast.