Ferill 336. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 423 – 336. mál.



Fyrirspurn



til forsætisráðherra um fjárfestingaráform í verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvaða áhrif munu fyrirhuguð áform um tvöföldun fjárfestinga í verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum hafa á helstu þjóðhagsstærðir, svo sem þenslu, lántökur, atvinnuástand, viðskiptahalla og verðbólgu? Er hætta á að þessi fjárfestingar áform tefli í tvísýnu stöðugleika í þjóðfélaginu?
     2.      Hvaða áhrif mun svo mikil fjárfesting í verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hafa á samkeppnisstöðu verslunar til lengri tíma litið, sem og fjárfestingaráform opinberra aðila?
     3.      Er hætta á að hér myndist offjárfesting í einni atvinnugrein? Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft?
     4.      Hversu mikið verður verslunarrými á höfuðborgarsvæðinu á hvern íbúa í samanburði við verslunarrými annars staðar á Norðurlöndum ef þessum áformum verður hrundið í framkvæmd?


Skriflegt svar óskast.