Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 503 – 1. mál.



Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1998.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    Við 08-371 Ríkisspítalar
    a.     6.80 Tækjakaup, fjarlækningar          0,0     5,2     5,2
    b.      Greitt úr ríkissjóði          8.158,0     5,2     8.163,2

Greinargerð.


    Lagt er til að veita fé til tveggja verkefna á sviði fjarlækninga. Annars vegar eru 3,0 millj. kr. til kaupa á fjarfundarbúnaði til flutnings á mynd úr ómskoðun (sónarskoðun) fyrir með göngurannsókn milli Landspítala og Sjúkrahúss Suðurlands. Hins vegar er gert ráð fyrir 2,2 millj. kr. til kaupa á myndfundarbúnaði við sjúkrahúsin á Patreksfirði og Seyðisfirði en ráð gert er að koma á samstarfi milli þeirra og Landspítalans um ráðgjöf vegna geðlækninga. Landspítalinn mun leggja til sinn búnað.