Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 654 – 1. mál.



Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1998.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Við 5. gr. Við 3. tölul. bætist nýr liður er orðist svo:
    3.7.    Ríkisútvarpið, allt að 300 m.kr.

Greinargerð.


    Veruleg þörf er á endurnýjun og viðhaldi á dreifikerfi Ríkisútvarpsins, bæði hljóðvarps og sjónvarps. Víða eru móttökuskilyrði sjónvarps í þéttbýli óviðunandi, svo sem í Keflavík og á Ísafirði. Verður ekki undan því vikist lengur að ráðast í endurbætur á dreifikerfinu.