Ferill 58. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 660 – 58. mál.

                             

Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á skaðabótalögum, nr. 50 19. maí 1993.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason og Ólaf W. Stefánsson frá dómsmálaráðuneyti, Guðmund Jónsson, Sigrúnu Guðmundsdóttur og Gest Jónsson frá nefnd um endurskoðun skaðabótalaga, Rúnar Guðmundsson frá Vátrygginga eftirlitinu og Sigmar Ármannsson frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga.
    Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði til bráðabirgða með skaðabótalögum verði breytt þannig að dómsmálaráðherra fái lengri frest til framlagningar frumvarps til breytinga á skaðabótalögum til að nefnd sú sem falið hefur verið að endurskoða lögin fái nauðsynlegt svigrúm til að ljúka störfum. Endurskoðunarnefndin telur að enn skorti fullnægjandi upplýs ingar um tjónakostnað bifreiðatrygginga vegna líkamstjóna eftir gildistöku skaðabótalaganna 1. júlí 1993.
    Allsherjarnefnd leggur áherslu á að nefnd þeirri sem endurskoða á skaðabótalögin verði veittar þær upplýsingar sem hún telur nauðsynlegar við vinnslu málsins, en allsherjarnefnd hefur beitt sér fyrir því að svo verði. Enda þótt í frumvarpinu komi fram að ljúka skuli málinu eigi síðar en í október 1998 leggur allsherjarnefnd ríka áherslu á það að endurskoð unarnefndin ljúki störfum þannig að unnt verði að ganga frá nauðsynlegum lagabreytingum á vorþingi 1998.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    

Alþingi, 12. des. 1997.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.



Árni R. Árnason.




Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.


Hjálmar Jónsson.



Svavar Gestsson.




Kristján Pálsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir,


með fyrirvara.