Ferill 400. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 721 – 400. mál.



Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um brunavarnir í Hvalfjarðargöngum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Telur ráðherra að lög um brunavarnir og brunamál, nr. 41/1992, sbr. lög nr. 83/1997, um breytingu á þeim lögum, nái til brunavarna í Hvalfjarðargöngum og að Brunamála stofnun ríkisins eigi þar með að hafa eftirlitsskyldu með öryggi brunavarna í göngunum?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að farið verði eftir athugasemdum og ábendingum Brunamálastofnunar um brunavarnir í Hvalfjarðargöngum, en stofnunin hefur bent á að mikið vanti á að öryggisráðstafanir vegna brunavarna í göngunum séu fullnægjandi?