Ferill 175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 866 – 175. mál.



Breytingartillögur



við frv. til vopnalaga.


Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 2. gr. Í stað orðanna „og gasvopn“ í e-lið 1. mgr. komi: gasvopn og táragasefni.
     2.      Við 3. gr. Í stað orðanna „eða fangelsa“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: fangelsa eða erlendra lögreglumanna eða öryggisvarða sem starfa undir stjórn lögreglu.
     3.      Við 5. gr.
       a.      Á eftir orðunum „tegundir vopna“ í 6. mgr. komi: eða hluta þeirra.
       b.      Við lokamálslið 8. mgr. bætist: og um prófun þeirra, merkingar og gæðaeftirlit.
     4.      Við 13. gr.
       a.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Lögreglustjóri getur veitt manni búsettum erlendis tímabundið leyfi fyrir skotvopni, enda fullnægi viðkomandi skilyrðum 1. mgr. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um tímabundið skotvopnaleyfi.
       b.      Við síðari málslið 3. mgr. bætist: og próf.
     5.      Við 16. gr. Við síðari málslið greinarinnar bætist: enda verði skotvopn gert óvirkt.
     6.      Við 20. gr. Í stað orðanna „ber á sér“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: fer með.
     7.      Við 21. gr. Við 1. mgr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skulu þau vera óhlaðin og í umbúðum. Óheimilt er að bera þau á sér innanklæða.
     8.      Við 30. gr.Við síðari málslið 4. mgr. bætist: og táragasvopn.
     9.      Við 34. gr. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Sama á við um önnur vopn samkvæmt lögum þessum.
     10.      Við 37. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Ríkislögreglustjóri ákvarðar hvernig geymslu og ráðstöfun þeirra vopna er háttað sem haldlögð eru vegna afturköllunar leyfis eða gerð eru upptæk samkvæmt kafla þess um.
     11.      Við 40. gr. Í stað orðanna „1. janúar 1998“ í fyrri málslið komi: 1. september 1998.