Ferill 548. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 933 – 548. mál.



Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um kaup Landsbankans á veiðileyfum í Hrútafjarðará.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve mörg laxveiðileyfi keypti Landsbankinn og einstakir sjóðir, fyrirtæki, stofnanir og dóttur- og hlutdeildarfyrirtæki hans árlega af leigutaka Hrútafjarðarár sl. 15 ár, sundur liðað eftir fjölda veiðiferða, fjölda stanga í hverri veiðiferð og fjölda stangardaga?
     2.      Hvað kostuðu þessi laxveiðileyfi í Hrútafjarðará, sundurliðað eftir árum, og hvað er innifalið í laxveiðileyfinu?
     3.      Hver var annar kostnaður bankans og einstakra sjóða, fyrirtækja, stofnana og dóttur- og hlutdeildarfyrirtækja hans árlega við þessar ferðir, sundurliðað eftir ferðakostnaði, gist ingu og öðrum uppihaldskostnaði og hvernig sundurgreindist sá kostnaður?
     4.      Hve margir stangardagar, sundurliðað eftir innlendum gestum, erlendum gestum og starfsmönnum bankans og einstakra sjóða, fyrirtækja, stofnana og dóttur- og hlutdeildar fyrirtækja hans, skiptust milli þessara aðila?
     5.      Hvaða stöðu gegndu þeir sem voru gestir í þessum ferðum hvert ár um sig? Sérstaklega er spurt um hvort þátttakendur hafi verið:
       a.      fyrrverandi bankastjórar og fyrrverandi og núverandi bankaráðsmenn og á hvaða árum og af hvaða tilefni,
       b.      fyrrverandi og núverandi ráðherrar og á hvaða árum og af hvaða tilefni,
       c.      forstöðumenn ríkisstofnana og þá í hvaða atvinnugrein, á hvaða árum og af hvaða tilefni,
       d.      forstöðumenn einkafyrirtækja og þá í hvaða atvinnugrein, á hvaða árum og af hvaða tilefni.
     6.      Getur ráðherra nefnt dæmi um að laxveiðiboð íslenskra banka til fulltrúa erlendra fjármálastofnana hafi leitt til lækkunar á vaxtakjörum landsmanna eða betri vaxtakjara í samningum við erlenda aðila?


Skriflegt svar óskast.