Ferill 566. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 958 – 566. mál.



Skýrsla



Vestnorræna ráðsins fyrir árið 1997.

1. Kjör fulltrúa í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.
    Í byrjun árs 1997 sátu eftirtaldir fulltrúar í Vestnorræna ráðinu (Vestnorræna þingmanna ráðinu): Árni Johnsen, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Kristín Ástgeirsdótt ir, Rannveig Guðmundsdóttir og Svavar Gestsson. Varamenn voru þá Guðmundur Hallvarðs son, Stefán Guðmundsson, Gísli S. Einarsson, Kristinn H. Gunnarsson, Svanfríður Jónas dóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir. Þann 17. maí voru kosnir sex fulltrúar og jafnmargir vara fulltrúar úr hópi alþingismanna í Vestnorræna ráðið samkvæmt nýsamþykktri stofnskrá fyrir ráðið. Þá voru kosnir: Ólafur G. Einarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Árni Johnsen, Svavar Gestsson og Guðný Guðbjörnsdóttir. Varamenn voru kosnir: Guð mundur Hallvarðsson, Gísli S. Einarsson, Stefán Guðmundsson, Einar Oddur Kristjánsson, Kristinn H. Gunnarsson og Kristín Ástgeirsdóttir.
    Hinn 30. maí 1997 kaus Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins Svavar Gestsson formann og Ísólf Gylfa Pálmason varaformann.
    
2. Störf Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.
    Íslandsdeildin hélt tíu fundi á árinu. Á fundunum var m.a. fjallað um breytingar á starf semi Vestnorræna ráðsins, nýja stofnskrá ráðsins og gerð þingsályktunartillögu um hana, ráðningu starfsmanns, fjármál ráðsins, skipulag ráðstefnu um sjávarútvegsmál á Grænlandi, skipulag æskulýðsmóts á Íslandi sumarið 1998, Brattahlíðarverkefnið og framtíðarverkefni ráðsins. Kristján Skarphéðinsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, var gestur á fundi Íslandsdeildarinnar. Íslandsdeildin átti fulltrúa á ráðstefnu Norðurlandaráðs um menn ingarmálefni í mars og á þingi Norðurlandaráðs í nóvember. Þar var haldinn fundur með for seta Norðurlandaráðs og formannahópi Norðurlandanefndar Norðurlandaráðs.
    
3. 13. ársfundur Vestnorræna ráðsins 1997.
    
13. ársfundur ráðsins var haldinn á Suðurey í Færeyjum dagana 10.–14. júní 1997. Hann sóttu af hálfu Íslandsdeildar eftirtaldir þingmenn: Árni Johnsen, Ísólfur Gylfi Pálmason, Guðmundur Hallvarðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Kristinn H. Gunnarsson. Alls sóttu 18 vestnorrænir þingmenn ársfundinn. Lisbeth Petersen flutti skýrslu formanns, hún gerði jafnframt grein fyrir störfum vinnuhóps um framtíðarmálefni en hann var stefnumótandi í starfinu á árinu. Taldi hún ársfundinn mundi reka smiðshöggið á þær breytingar sem gerðar hafa verið á formi og starfsháttum Vestnorræna ráðsins og að eftir það væri hægt að snúa sér að þeim fjölmörgu verkefnum sem bíða.
    Kjartan Hoydal, framkvæmdastjóri NORA, gerði grein fyrir vestnorrænum stofnunum og samtökum. Í almennum umræðum var helst rætt um að auka samskipti og upplýsingaflæði milli þjóðþinga landanna, að nýta sér þær tækniframfarir sem orðið hafa á upplýsingasvið inu, rædd var útgáfa fréttabréfs fyrir Vestnorræna ráðið, rætt um að senda kynningarbækling um starfsemi ráðsins inn á öll heimili í löndunum, gera ráðið sýnilegra í fjölmiðlum, auka samskipti á sviði fiskveiða, t.d. með því að auðvelda togurum landanir í höfnum annarra vestnorrænna landa, auka samskipti á sviði íþrótta og koma af stað umræðu um landhelgis mál. Einnig var rætt um ráðstefnuhald, annars vegar ungmennaráðstefnu og hins vegar kvennaráðstefnu og mikilvægi þess að auka samvinnu þjóðanna á sviði umhverfisvænnar ferðamennsku. Samþykkt var á fundinum að halda vestnorræna æskulýðsráðstefnu á Íslandi sumarið 1998, þar er ráðgert að um 150 manns frá löndunum þremur á aldrinum 18–23 ára komi saman.
    Alls voru samþykktar fjórar ályktanir um innri málefni ráðsins. Samþykktar voru nýjar vinnureglur til samræmis við nýja stofnskrá ráðsins, samþykkt að ráða starfsmann til fjög urra ára með aðsetur á Íslandi frá og með 1. október, að taka í notkun merki fyrir ráðið og að halda ungmennaráðstefnu á Íslandi 1998.
    Fjárhagsáætlun fyrir árið 1998 var samþykkt. Hún hljóðar upp á 780 þús. danskar kr., þar af greiðir Ísland 300 þús. danskar kr., Færeyjar 150 þús. danskar kr. og Grænland 150 þús. danskar kr. og 180 þús. danskar kr. greiðast sem styrkur frá Norðurlandaráði.
    
4. Ný stofnskrá Vestnorræna ráðsins.
    Alþingi Íslendinga, Lögþing Færeyinga og Landsþing Grænlendinga samþykktu nýja stofnskrá fyrir ráðið vorið 1997. Samkvæmt stofnskránni er Vestnorræna ráðið samstarfs aðili löggjafarþinganna á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Markmið ráðsins eru aðallega að starfa saman að hagsmunum Vestur-Norðurlanda, að gæta auðlinda og menningar N-Atlantshafssvæðisins, fylgja eftir samvinnu ríkisstjórna og landsstjórna Vestur-Norðurlanda, að starfa innan norrænnar samvinnu og að vera þingræðislegur tengiliður milli samvinnu aðila innan Vestur-Norðurlanda og annarra alþjóðlegra sérhagsmunahópa og ríkjasamtaka. Markmiðum ráðsins verður helst náð með ályktunum og tilmælum til ríkisstjórna og lands stjórna. Einnig verður markmiðunum náð með samvinnu fagráðherra og landsstjórnarmanna, virkri þátttöku í norrænu samstarfi, samstarfi við aðra aðila innan vestnorræns samstarfs, samvinnu við norðurheimsskautsstofnanir og samtök, skipulagningu á ráðstefnum og fundum ásamt upplýsingamiðlun. Sex þingmenn og sex varamenn eru kosnir í ráðið frá hverju landanna. Þingmenn eru kosnir eftir hlutfallsstyrk stjórnmálaflokkanna eftir gildandi reglum í hverju landi. Ráðið telst ályktunarbært þegar meira en helmingur fulltrúa er á fundi, en formaður ráðsins er kosinn til skiptis úr hverri landsdeild til eins árs í senn. Á hverjum aðal fundi ráðsins starfar þriggja manna forsætisnefnd sem hefur æðsta vald í málefnum ráðsins milli aðalfunda þess. Á fundum ráðsins má ræða sérhvert það málefni sem getur haft þýðingu fyrir samvinnu landanna. Kostnaður við rekstur ráðsins skiptist þannig: Ísland greiðir 50%, Færeyjar greiða 25% og Grænland greiðir 25%. Ráðið ræður sér starfsmann til allt að fjög urra ára í senn en hann skal hafa aðsetur hjá einu af þingum landanna samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar.
    
5. Ráðstefna Vestnorræna ráðsins á Grænlandi.
    Ráðstefna Vestnorræna ráðsins um sjávarútvegsmál var haldin dagana 6.–8. ágúst á Grænlandi. Af hálfu Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins sóttu ráðstefnuna: Árni Johnsen, Svavar Gestsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Gísli S. Einarsson, Kristín Ástgeirsdóttir og Guð mundur Hallvarðsson, en hana sóttu einnig frá Íslandi Steingrímur J. Sigfússon, formaður sjávarútvegsnefndar, og Árni R. Árnason, varaformaður sjávarútvegsnefndar. Á ráðstefnunni var fjallað um fiskveiðar í Norður-Atlantshafi. Tæplega fjörutíu manns sóttu ráðstefnuna og komu þeir m.a. úr hópi stjórnmálamanna, fiskifræðinga, forsvarsmanna í sjávarútvegsfyrir tækjum og frá ýmsum hagsmunasamtökum í sjávarútvegi. Á ráðstefnunni kom berlega í ljós að auka þarf rannsóknir á ástandi fiskistofna í Norður-Atlantshafi, en þær eru grundvöllur fiskveiðistjórnunar sem stuðlar að skynsamlegri nýtingu fiskistofnanna. Einnig var lögð áhersla á að efla þurfi samstarf og samráð við rússneska og kanadíska fiskifræðinga. Að frumkvæði Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins var ákveðið var að fara þess á leit við sjávar útvegsráðherra Íslands að hann stæði fyrir framhaldsráðstefnu á Íslandi vorið 1998.

6. Önnur verkefni.
    Að frumkvæði Vestnorræna ráðsins er nú í undirbúningi uppbygging Þjóðhildarkirkju og bæjar Eiríks rauða í Brattahlíð á Grænlandi. Reiknað er með að framkvæmdum verði lokið árið 2000, þegar landafunda í vesturheimi verður minnst. Árni Johnsen er formaður Bratta hlíðarnefndar sem hefur veg og vanda að undirbúningnum.

Alþingi, 11. mars 1998.



Svavar Gestsson,


form.


Ísólfur Gylfi Pálmason,


varaform.


Ólafur G. Einarsson.




Ásta R. Jóhannesdóttir.



Árni Johnsen.



Guðný Guðbjörnsdóttir.