Ferill 443. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1004 – 443. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum (önd unarsýni).

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Margréti Frímannsdóttur, Kristínu Halldórsdóttur,


Ástu R. Jóhannesdóttur og Lúðvík Bergvinssyni.



     1.      Á undan 1. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  2. og 3. mgr. 45. gr. laganna orðast svo:
                  Vínandamagn í blóði ökumanns má ekki fara upp fyrir 0,0‰ með öryggismörk að 0,2‰. Sé það ofan við öryggismörkin en minna en 0,8‰ eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,01 milligrammi í lítra lofts, en minna en 0,40 milligrömm um, eða ökumaður er undir áhrifum áfengis þótt vínandamagn í blóði hans eða útöndun sé minna telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega.
                  Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,8‰ eða meira eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,40 milligrömmum í lítra lofts eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki.
     2.      Við 3. gr. bætist: að undanskildum ákvæðum 1. gr. sem öðlast gildi 1. október 1998.