Ferill 604. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1076 – 604. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 27. mars.)



    

1. gr.


    12. gr. laganna orðast svo:
    Heimilt er að færa aflamark milli skipa. Ráðherra getur með reglugerð bundið flutning afla marks af einstökum tegundum því skilyrði að það skip, sem fært er til, hafi aflahlutdeild af þeirri tegund sem millifærð er.
    Heimilt er að flytja aflamark milli skipa án undangenginna viðskipta á Kvótaþingi í eftir töldum tilvikum:
     1.      Þegar aflamark er flutt milli skipa í eigu sama aðila, einstaklings eða lögaðila.
     2.      Þegar um er að ræða jöfn skipti miðað við meðaltalsviðskiptaverð viðkomandi tegunda á Kvótaþingi í síðastliðinni viku.
     3.      Þegar um er að ræða flutning aflamarks af tegund sem ráðherra hefur með reglugerð undanþegið viðskiptaskyldu á Kvótaþingi. Forsenda slíkrar undanþágu er að fyrir liggi tillaga stjórnar Kvótaþings, enda séu viðskipti með aflamark af viðkomandi tegund svo lítil að ekki séu að mati stjórnarinnar forsendur til myndunar markaðsverðs á tilboðs markaði.
    Tilkynna skal Fiskistofu fyrir fram um flutning aflamarks skv. 2. mgr. og öðlast hann ekki gildi fyrr en stofan hefur staðfest flutninginn.
    Allur flutningur aflamarks milli skipa, annar en um getur í 2. mgr., er óheimill nema að undangengnum viðskiptum á Kvótaþingi. Fer um hann samkvæmt lögum um Kvótaþing.
    Veiði fiskiskip minna en 50% af samanlögðu aflamarki sínu í þorskígildum talið tvö fisk veiðiár í röð fellur veiðileyfi þess og aflahlutdeild niður og skal aflahlutdeild annarra skipa í viðkomandi tegundum hækka sem því nemur. Skal við mat á þessu hlutfalli miðað við verð mæti einstakra tegunda í aflamarki skips samkvæmt ákvörðun ráðuneytis í upphafi fiskveiði árs. Viðmiðunarhlutfall, sem ákveðið er í þessari málsgrein, lækkar þó um 5% fyrir hverja fulla 30 daga sem skipi er haldið til veiða utan fiskveiðilandhelgi Íslands á fiskveiðiárinu á þeim tegundum sem ekki hefur verið samið um veiðistjórn á.
    Tefjist skip frá veiðum í sex mánuði eða lengur innan fiskveiðiárs vegna tjóns eða meiri háttar bilana hefur afli þess fiskveiðiárs ekki áhrif til niðurfellingar aflahlutdeildar eða veiði leyfis samkvæmt þessari grein.
         Á hverju fiskveiðiári er einungis heimilt að flytja af fiskiskipi aflamark, umfram aflamark sem flutt er til skips, sem nemur 50% af samanlögðu aflamarki sem fiskiskipi er úthlutað í upphafi fiskveiðiárs á grundvelli aflahlutdeildar þess. Í þessu sambandi skal aflamark metið í þorskígildum á grundvelli verðmætastuðla sem ráðherra ákveður í upphafi fiskveiðiárs.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 1998.

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Sjávarútvegsráðherra skal fyrir lok fiskveiðiársins 1998/1999 láta kanna hvaða áhrif lögin hafi haft á íslenskan sjávarútveg, sérstaklega stöðu og möguleika einstaklingsútgerðarinnar. Skal ráðherra fyrir árslok 1999 leggja fyrir Alþingi skýrslu þar sem niðurstöður könnunar innar verði birtar.

II.


    Ákvæði 1. tölul. 2. efnismgr. 1. gr. laga þessara gilda einnig um flutning aflamarks skipa innan sömu útgerðar ef skip hafa verið tekin á kaupleigu eða leigu og þeir samningar verið gerðir fyrir gildistöku laga þessara.