Ferill 542. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1211 – 542. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 34 17. júní 1944, um þjóðfána Íslendinga.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 3. gr. Greinin orðist svo:
             2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
             Tjúgufánann má aðeins nota á skipum sem eru í eign ríkis eða ríkisstofnana og notuð í þeirra þarfir. Ef ríkið tekur skip á leigu til embættisþarfa (strandgæslu, tollgæslu, póst flutnings, vitaeftirlits, hafnsögu o.s.frv.) má það nota tjúgufánann af þeirri gerð sem við á skv. 2. og 3. gr.
     2.      Við 9. gr. Við bætist nýr stafliður, a-liður, er orðist svo: 3. mgr. fellur brott.
     3.      Á eftir 9. gr. komi ný grein er orðist svo:
             Á eftir 12. gr. laganna kemur ný grein er orðast svo:
             Skjaldarmerki Íslands er auðkenni stjórnvalda ríkisins. Notkun ríkisskjaldarmerkisins er þeim einum heimil.
     4.      Við 10. gr. er verði 11. gr. Efnismálsgrein orðist svo:
             Forsætisráðuneytið setur með reglugerð sérstök ákvæði til skýringar ákvæðum laga þessara.
     5.      Á eftir 10. gr., er verði 11. gr., komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
       a.      (12. gr.)
                 Orðið „varðhaldi“ í 1. mgr. 14. gr. laganna fellur brott.
       b.      (13. gr.)
                 Heiti laganna verður: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.
     6.      Við 11. gr. er verði 14. gr. 2. málsl. falli brott en við bætist tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
             Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á 29. gr. samkeppnislaga, nr. 8/1993:
            a.      Í stað orðanna „í heimildarleysi íslenska ríkisskjaldarmerkið“ í 2. mgr. kemur: íslenska ríkisskjaldarmerkið, þá er óheimilt að nota í heimildarleysi.
            b.      3. mgr. fellur brott.
             Við gildistöku laga þessara bætist nýr töluliður við 1. mgr. 32. gr. laga um vörumerki, nr. 45/1997, er orðast svo: samkvæmt kröfu forsætisráðuneytis, ef skrásett hefur verið af misgáningi vörumerki þar sem notaður er þjóðfáninn án heimildar þess.






Prentað upp.