Ferill 367. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1215 – 367. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 4. gr. Á eftir orðinu „landbúnaðarráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: samgönguráðherra.
     2.      Við 10. gr.
       a.      Á eftir orðunum „innan þriggja mánaða“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: frá útgáfudegi þess tölublaðs sem tilkynningin er birt í.
       b.      Á eftir 2. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður er orðist svo: Óbyggðanefnd getur samþykkt að veita aðila sem þess óskar viðbótarfrest.
       c.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                 Jafnframt skal útdráttur úr efni tilkynningar skv. 1. mgr. birtur með auglýsingu í dag blaði.
     3.      Við 12. gr. Í stað tölunnar „15“ í lokamálslið greinarinnar komi: 30.
     4.      Við 17. gr. Við greinina bætist tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
             Forsætisráðherra er heimilt að veita aðila að máli fyrir óbyggðanefnd gjafsókn í sam ræmi við reglur XX. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, en þó að teknu til liti til þess að mál fyrir óbyggðanefnd kemur í stað málshöfðunar eða málsvarnar fyrir héraðsdómi eða æðra dómi. Umsögn óbyggðanefndar um gjafsókn skal koma í stað um sagnar gjafsóknarnefndar. Þrátt fyrir skilyrði 1. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991 er heimilt að veita aðila sem fer með fyrirsvar skv. 2. mgr. 11. gr. laganna, lögaðilum og einka aðilum gjafsókn, enda hafi úrlausn máls
            a.      verulega almenna þýðingu eða
           b.      varði verulega miklu um hagsmuni umsækjanda og kostnaður af gæslu hagsmuna hans í málinu hefur fyrirsjáanlega mjög veruleg áhrif á efnahag umsækjanda.
             Hafi aðila verið veitt gjafsókn skal hann gera kröfu um að óbyggðanefnd úrskurði gagnaðila til greiðslu málskostnaðar skv. 1. mgr. þessarar greinar og 4. mgr. 128. gr. laga nr. 91/1991. Óbyggðanefnd skal í úrskurði sínum í máli þar sem aðili hefur gjaf sókn ákveða honum eða umboðsmanni hans þóknun fyrir flutning máls nema slík þóknun hafi verið undanskilin gjafsókn.