Ferill 311. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1271 – 311. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100 23. desember 1952.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 2. gr. Við 1. málsl. 2. efnismgr. bætist: og skal hann hafa samráð við barnið hafi það náð 12 ára aldri.
     2.      Á eftir 4. gr. komi ný grein er orðist svo:
              5. gr. laganna orðast svo:
             Fái einhver ríkisfang skv. 3. og 4. gr. öðlast jafnframt ógift börn hans undir 18 ára aldri ríkisfangið, hafi hann forsjá þeirra og þau eigi lögheimili hér á landi.     
     3.      Við 5. gr. Á eftir orðunum „í fimm“ í 3. tölul. A-liðar 1. efnismgr. komi: ár.
     4.      Á eftir 6. gr. komi ný grein er orðist svo:
              Í stað orðsins „forráð“ hvarvetna í 3. tölul. 7. gr. laganna kemur: forsjá.
     5.      Við 8. gr. Greinin orðist svo:
              Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
            a.      3. mgr. orðast svo:
                     Yfirlýsingu skv. 3. gr., 4. gr., 4. mgr. 9. gr. a og B- og C-lið 9. gr. b um að maður óski að verða íslenskur ríkisborgari getur aðeins sá aðili sjálfur gefið en ekki forsjár maður.
            b.      Í stað orðsins „forráðum“ í 4. mgr. kemur: forsjá.