Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1385 – 173. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um bætta réttarstöðu barna til umgengni við báða foreldra sína.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og bárust umsagnir um það frá Félagi ábyrgra feðra, um boðsmanni barna, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Rauðakrosshúsinu, Barnaverndar stofu, barnaverndarráði og Barnaheillum.
    Í tillögunni er lagt til að dómsmálaráðherra verði falið að skipa nefnd til að gera úttekt á íslenskum lögum og réttarframkvæmd sem varða réttarstöðu barna til umgengni við báða foreldra sína. Nefndinni bárust þær upplýsingar að dómsmálaráðherra hefði til athugunar breytingar á þessum málaflokki, m.a. hvort unnt væri að setja í lög frekari úrræði en nú eru í gildi til að koma á umgengni forsjárlauss foreldris við barn sitt. Leggur nefndin áherslu á að um mikilvægt málefni er að ræða sem brýnt er að tekið verði á sem fyrst.
    Í ljósi þessa leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 28. apríl 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.



Jóhanna Sigurðardóttir.




Árni R. Árnason.



Bryndís Hlöðversdóttir.



Hjálmar Jónsson.



Kristján Pálsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir.