Ferill 36. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 36 — 36. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um framkvæmd fjármagnstekjuskatts.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



1.      Hve miklar voru heildartekjur ríkissjóðs af fjármagnstekjuskatti við álagningu skatta árið 1998 (tekjuárið 1997) og hvernig skiptist hann milli bankainnstæðna, verðbréfa, arðs, úti­standandi skulda og annarra vaxtatekna?
2.      Hve miklar vaxtatekjur voru taldar fram á skattframtölum við álagningu skatta sundurliðað eftir árunum 1996, 1997 og 1998 (tekjuárin 1995, 1996 og 1997) og hvernig skiptust þær eftir verðbréfum og inneignum hjá innlánsstofnunum?
3.      Hve mikill var hagnaður af sölu hlutabréfa samkvæmt álagningu skatta árin 1996, 1997 og 1998 (tekjuárin 1995, 1996 og 1997)?
4.      Hve mikið af söluhagnaði hlutabréfa var skattlagt á sama hátt og aðrar tekjur, þ.e. um 40% skatthlutfall, og hve mikið með 10% fjármagnstekjuskatti?
5.      Hve hár var arður af hlutabréfum og skattlagning hans við álagningu skatta árið 1997 annars vegar og árið 1998 hins vegar (tekjuárin 1996 og 1997)?
6.      Hverjar hefðu skatttekjur ríkissjóðs orðið af arði af hlutabréfum við álagningu skatta fyrir árið 1998 (tekjuárið 1997) ef skatthlutfallið hefði verið það sama og fyrir upptöku fjár­magnstekjuskatts?


Skriflegt svar óskast.