Ferill 36. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 236  —  36. mál.



Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um framkvæmd fjármagnstekju­skatts.

     1.      Hve miklar voru heildartekjur ríkissjóðs af fjármagnstekjuskatti við álagningu skatta árið 1998 (tekjuárið 1997) og hvernig skiptist hann milli bankainnstæðna, verðbréfa, arðs, útistandandi skulda og annarra vaxtatekna?
    Við álagningu skatta á einstaklinga árið 1998 vegna tekna á árinu 1997 var álagður fjár­magnstekjuskattur 1.401 m.kr. Persónuafsláttur, sem nýttist á móti fjármagnstekjuskatti, var 85 m.kr. þannig að tekjur ríkissjóðs af skattinum voru 1.315 m.kr.
    Fjármagnstekjuskattur er lagður í einu lagi á allar skattskyldar tekjur og er álagningin því ekki sundurliðuð eftir tekjutegundum. Með hliðsjón af fjárhæð þeirra tekna sem fjármagns­tekjuskattur er lagður á, og með því að gera ráð fyrir sömu nýtingu persónuafsláttar gagnvart öllum tekjutegundum, má áætla að skattur af einstökum tegundum fjármagnstekna hafi verið þessi, í m.kr.:
Arður og vextir af stofnsjóðsinneign
397
Söluhagnaður af hlutabréfum
318
Annar söluhagnaður
40
Vextir af bankainnstæðum
286
Vextir af eignarskattsfrjálsum verðbréfum
42
Vextir af öðrum verðbréfum og útistandandi skuldum
101
Leigutekjur
14
Samtals
1.315

     2.      Hve miklar vaxtatekjur voru taldar fram á skattframtölum við álagningu skatta sundurliðað eftir árunum 1996, 1997 og 1998 (tekjuárin 1995, 1996 og 1997) og hvernig skiptust þær eftir verðbréfum og inneignum hjá innlánsstofnunum?
    Á framtölum árin 1996, 1997 og 1998 voru framtaldar vaxtatekjur sem hér segir (m.kr.):

Tekjuár: 1995 1996 1997
Vextir af bankainnstæðum
1.680 2.146 3.037
Vextir af eignarskattsfrjálsum verðbréfum
642 1.070 424
Vextir af öðrum verðbréfum og
    útistandandi skuldum

1.145

1.243

1.010
Samtals
3.467 4.459 4.471

     3.      Hve mikill var hagnaður af sölu hlutabréfa samkvæmt álagningu skatta árin 1996, 1997 og 1998 (tekjuárin 1995, 1996 og 1997)?
     4.      Hve mikið af söluhagnaði hlutabréfa var skattlagt á sama hátt og aðrar tekjur, þ.e. um 40% skatthlutfall, og hve mikið með 10% fjármagnstekjuskatti?
    Hagnaður einstaklinga af sölu hlutabréfa á árunum 1996 og 1997 samkvæmt framtölum og skipting hans eftir skattskyldu var sem hér segir (m.kr.):

Tekjuár: 1996 1997
Skattskyldur sem fjármagnstekjur
962 3.383
Skattskyldur sem aðrar tekjur
31 259
Samtals
993 3.642

    Í upplýsingum úr framtölum fyrir árið 1995 var ekki greint á milli söluhagnaðar af hluta­bréfum og annars söluhagnaðar. Framtalinn söluhagnaður það ár var alls 493 m.kr.

     5.      Hve hár var arður af hlutabréfum og skattlagning hans við álagningu skatta árið 1997 annars vegar og árið 1998 hins vegar (tekjuárin 1996 og 1997)?
     6.      Hverjar hefðu skatttekjur ríkissjóðs orðið af arði af hlutabréfum við álagningu skatta fyrir árið 1998 (tekjuárið 1997) ef skatthlutfallið hefði verið það sama og fyrir upp­töku fjármagnstekjuskatts?
    Arður einstaklinga af hlutabréfum og stofnsjóðsinneign árið 1996 var 1.399 m.kr. og 4.224 m.kr. árið 1997 samkvæmt framtölum fyrir þau ár. Þar sem skattur er ekki lagður á einstakar tekjutegundir verður að áætla skatt af þeim. Í eftirfarandi töflu er lagt mat á hver skattur af arði var við álagningu á árunum 1997 og 1998 og hver hann hefði orðið á síðara árinu að óbreyttum skattlagningarreglum.

Tekjuár:

1995

1996
1997, áætlað sam­kvæmt eldri reglum
Arður samkvæmt framtölum
1.399 m.kr. 4.224 m.kr. 4.224 m.kr.
— frádráttarbær arður
657 m.kr. 1.689 m.kr.
Skattstofn
715 m.kr. 3.964 m.kr. 2.436 m.kr.
Skatthlutfall
40 % 10 % 40 %
Skattur
286 m.kr. 396 m.kr. 974 m.kr.

    Frádráttarbær arður er takmarkaður við 10% af nafnverði og tiltekna fjárhæð og lækkar því sem hlutfall af arðgreiðslum þegar þær hækka. Frádráttarbær arður var 53% af greiddum arði 1995 og 47% árið 1996 og er hér gert ráð fyrir að hann hefði að óbreyttum reglum orðið 40% á árinu 1998. Enn fremur er gert ráð fyrir að hluti af greiddum arði sé hjá þeim sem eru neðan skattleysismarka. Er í því efni miðað við upplýsingar úr framtölum 1995 um dreifingu á arði með hliðsjón af heildartekjum og nýtingu á persónuafslætti á móti fjármagnstekjum við álagningu 1998.