Ferill 346. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 884  —  346. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um útflutning hrossa, nr. 161/1994, sbr. lög nr. 73/1996.

Frá landbúnaðarnefnd.



     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
             2. og 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Gjaldið skal vera 6.800 kr. og greiðist í sérstakan útflutningssjóð í vörslu landbúnaðarráðuneytisins. Er því ætlað að standa undir kostnaði við skoðun á útflutningshrossum og útgáfu upprunavottorðs en 5% gjaldsins skal greiða í stofnverndarsjóð sem starfar skv. 15. gr. búnaðarlaga, nr. 70/1998.
     2.      Við bætist ákvæði til bráðbirgða, svohljóðandi:
             Þeim sem greitt hafa útflutningsgjald skv. 5. gr. frá gildistöku laga nr. 84/1997, um búnaðargjald, þar til lög þessi öðlast gildi skal endurgreiddur sá hluti gjaldsins sem runnið hefur til Búnaðarmálasjóðs.