Ferill 552. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 891  —  552. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um áfengiskaupaaldur.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvað líður störfum nefndar sem skipa átti samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í áfengislögum, nr. 75/1998, sem samþykkt voru 5. júní 1998, og skila átti niðurstöðu sl. haust, en verkefni hennar var að kanna hvort æskilegt væri að breyta áfengiskaupaaldri hér á landi?
     2.      Hverjar eru helstu niðurstöður nefndarinnar?