Ferill 79. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 79  —  79. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um greiðslur viðbótarlauna til starfsmanna ríkisins.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvaða stofnanir hafa beitt ákvæðum 9. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, um heimild forstöðumanna stofnana til að greiða einstökum starfsmönnum laun til viðbótar umsömdum grunnlaunum fyrir sérstaka hæfni sem nýtist í starfi eða sérstakt álag, svo og fyrir árangur í starfi?
     2.      Um hve háar fjárhæðir var að ræða hjá hverri stofnun fyrir sig árið 1997 annars vegar og 1998 hins vegar, hve margir starfsmenn hverrar stofnunar fengu viðbótarlaun, hvernig skiptust þau á milli kynja og hverjar voru meginástæður þessara greiðslna?
     3.      Hvaða reglur gilda um þessar ákvarðanir forstöðumanna, sbr. 3. mgr. 9. gr. laganna, og hvernig er háttað eftirliti með framkvæmd þessara reglna?


Skriflegt svar óskast.