Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 193  —  167. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um kynferðislega misnotkun á börnum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Telur ráðherra ástæðu til viðbragða við nýlegum sýknudómi Hæstaréttar yfir ákærðum föður sem dóttir hafði kært fyrir grófa kynferðislega misnotkun?
     2.      Hversu oft hefur Hæstiréttur beitt ákvæði 3. mgr. 157. gr. laga um meðferð opinberra mála um munnlega sönnunarfærslu fyrir Hæstarétti?
     3.      Telur ráðherra rétt að herða viðurlög við kynferðisbrotum gagnvart barni, t.d. með ákvæði um lágmarksrefsingu?
     4.      Mun ráðherra beita sér fyrir endurskoðun á lagaákvæðum er varða starfshætti dómstóla, m.a. að skylda sé að kveðja til meðdómendur með sérfræðikunnáttu á sviði kynferðisbrota, þegar dómstólar fjalla um kynferðislega misnotkun á börnum?