Ferill 66. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 254  —  66. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92 1. júní 1989.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsagnir um það frá Sýslumannafélagi Íslands, Fjarðabyggð og sýslumanninum í Bolungarvík.
    Í frumvarpinu er lagt til að embætti sýslumannsins í Neskaupstað verði lagt niður og með því fækki stjórnsýsluumdæmum sýslumanna úr 27 í 26. Er gert ráð fyrir að stjórnsýsluum dæmi sýslumannsins á Eskifirði verði stækkað sem þessu nemur með breytingu á reglugerð nr. 57/1992, um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna. Nefndin lítur svo á að með þessari breyt ingu sé ekki verið að skerða þjónustu við íbúa Neskaupstaðar, enda kemur fram í greinargerð að þótt embætti sýslumannsins í Neskaupstað verði lagt niður er gert ráð fyrir að þar verði áfram rekin skrifstofa sýslumanns og útibú lögreglu.
    Þá er lagt til í frumvarpinu að lögunum verði breytt til samræmis við sameiningu Kjalar neshrepps og Reykjavíkur, sbr. auglýsingu nr. 231/1998.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ögmundur Jónasson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 22. nóv. 1999.



Valgerður Sverrisdóttir,


varaform., frsm.


Guðrún Ögmundsdóttir.


Hjálmar Jónsson.



Lúðvík Bergvinsson.


Katrín Fjeldsted.


Sverrir Hermannsson.



Ásta Möller.


Ólafur Örn Haraldsson.


Helga Guðrún Jónasdóttir.











Prentað upp.