Ferill 240. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 470  —  240. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um Póst- og fjarskiptastofnun.

Frá 2. minni hluta samgöngunefndar.



    Í frumvarpi til laga um Póst og fjarskiptastofnun og frumvarpi til laga um fjarskipti birtast leikreglur fyrir fyrstu skrefin frá lögbundinni einokun sem var á rekstri fjarskiptaneta hér á landi frá árinu 1906 til ársins 1998. Ítarlega er gerð grein fyrir málinu í nefndaráliti 2. minni hluta um frumvarp til laga um fjarskipti, 122. mál, enda um nátengd mál að ræða. Af ástæðum sem þar eru greindar, sérstaklega þar sem samgönguráðherra fer með eignarhlut ríkisins í Landssíma Íslands hf., jafnframt því að fara með yfirstjórn Póst- og fjarskiptastofnunar, mun 2. minni hluti sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. des. 1999.



Lúðvík Bergvinsson,


frsm.


Kristján L. Möller.