Ferill 360. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 769  —  360. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 83/1984, um erfðafjárskatt, með síðari breytingu.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristján Andra Stefánsson frá forsætisráðuneyti.
    Frumvarpið er lagt fram í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að flytja mál er varða álagningu og innheimtu erfðafjárskatts frá félagsmálaráðuneyti til fjármálaráðuneytis þar sem álagning og innheimta skattsins er ekki frábrugðin almennri tekjuöflun ríkissjóðs og því talið rétt að þeir þættir málsins heyri undir yfirstjórn fjármálaráðuneytis.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt.
    Ögmundur Jónasson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 20. mars 2000.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Ásta Möller.



Guðrún Ögmundsdóttir.


Ólafur Örn Haraldsson.


Hjálmar Jónsson.