Ferill 259. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 286  —  259. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um húsnæðismál ráðuneyta og Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga við Arnarhól.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig sundurgreinast þær 107,2 millj. kr. (fjárlagaliður 09-980) og 676 millj. kr. (fjárlagaliður 09-984) sem áætlaðar eru sem sértekjur af fasteignum ríkissjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001? Hve stór hluti sérteknanna eru leigugreiðslur frá ráðuneytum og hvernig skiptast greiðslurnar milli ráðuneyta? Við hvaða verð á fermetra er miðað?
     2.      Hver tekur ákvörðun um ráðstöfun fjár til rekstrar, viðhalds og stofnkostnaðar samkvæmt fjárlagaliðnum 09-980 (Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga við Arnarhól), 09- 981 (Ýmsar fasteignir ríkissjóðs) og 09-984 (Fasteignir ríkissjóðs), samtals 1.063 millj. kr.?
     3.      Hvernig er háttað starfsemi „Rekstrarfélags stjórnarráðsbygginga við Arnarhól“? Hverjir sitja í stjórn félagsins og hvernig eru þeir valdir?
     4.      Hvernig er ætlað að verja þeim 208 millj. kr. sem samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001 verður varið „til að koma húsnæðismálum ráðuneyta Stjórnarráðsins í betra horf“, sbr. skýringar á fjárlagalið 09-981 Ýmsar fasteignir ríkissjóðs?
     5.      Hvaða húsrými, í fermetrum talið, hafa aðalskrifstofur ráðuneytanna til ráðstöfunar í árslok 2000, eigið húsnæði annars vegar og leiguhúsnæði hins vegar? Eru uppi áform um stækkun á húsnæði ráðuneytanna og þá hvaða ráðuneyta? Hver er kostnaður við þá stækkun á fermetra og hve mikil er hún?


Skriflegt svar óskast.