Ferill 324. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 563  —  324. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Útflutningsráð Íslands, nr. 114/1990, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Höskuldsson, Högna S. Kristjánsson og Stefán Hauk Jóhannesson frá utanríkisráðuneyti. Þá bárust nefndinni gögn frá Útflutningsráði og umsagnir um málið frá Samtökum iðnaðarins og Verslunarráði Íslands.
    Frumvarpinu er ætlað að framlengja heimild Útflutningsráðs til að leggja á markaðsgjald til byrjunar ársins 2003, en markaðsgjaldið er helsti tekjustofn ráðsins. Nefndin telur brýnt að áfram verði unnið að markaðssókn fyrir íslenskar vörur og þjónustu erlendis og að Útflutningsráð hafi aðstöðu til að sinna hlutverki sínu, þ.e. að koma á auknu samstarfi fyrirtækja, samtaka og stjórnvalda í málum er lúta að eflingu útflutnings og veita útflytjendum alhliða þjónustu og ráðgjöf í því skyni að greiða fyrir og auka útflutning á vöru og þjónustu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Margrét Frímannsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. des. 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Einar K. Guðfinnsson.



Kristinn H. Gunnarsson.


Sigríður A. Þórðardóttir.


Ögmundur Jónasson.



Gunnar Birgisson.


Hjálmar Árnason.