Ferill 481. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1099  —  481. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Frumvarp þetta er fylgifrumvarp tveggja annarra frumvarpa sem viðskiptaráðherra flytur um breytingu á lögum nr. 22/1991, um samvinnufélög. Í nefndarálitum með þeim frumvörpum, annars vegar um breytingar á samvinnufélögum sem lúta að innlánsdeildum og hins vegar um breytingar á rekstrarumgjörð samvinnufélaga, kemur fram afstaða minni hlutans til þessara mála, m.a. að óeðlilegt sé að veita samvinnufélögum skattaívilnanir umfram þær sem gilda um hlutafélög. Vísar minni hlutinn um rökstuðning fyrir afstöðu sinni til þeirra nefndarálita og einnig til umsagnar ríkisskattstjóra frá síðasta þingi þar sem fram kemur að ríkissjóður afsali sér skatttekjum með slíkum ívilnandi reglum.

Alþingi, 20. mars 2001.



Jóhanna Sigurðardóttir,


frsm.


Margrét Frímannsdóttir.