Ferill 688. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1222  —  688. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur, Ragnheiði Snorradóttur, Telmu Halldórsdóttur, Ólaf Pál Gunnarsson, Ingva Má Pálsson, Jónu Björk Guðnadóttur og Elvu Ósk Wiium frá fjármálaráðuneyti og Margréti Hauksdóttur frá Fasteignamati ríksins. Umsagnir bárust um málið frá Íbúðalánasjóði, Verslunarráði Íslands, laganefnd Lögmannafélags Íslands, Seðlabanka Íslands, Fasteignamati ríkisins, Þjóðhagsstofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Í frumvarpinu er lagt til að Fasteignamati ríkisins verði veitt heimild til að endurmeta einstakar fasteignir að eigin frumkvæði að höfðu samráði við fasteignareiganda. Breytingunni er ætlað að stuðla að samræmi í mati á hliðstæðum eignum.
    Nefndin leggur til breytingu á 3. gr. frumvarpsins sem snýr eingöngu að leiðréttingu á villum sem læðst höfðu inn við vinnslu frumvarpsins, annars vegar þess efnis að í stað þess að ný málsgrein bætist við 35. gr. verði núgildandi 3. mgr. 35. gr. breytt og hins vegar að í stað orðsins fasteignaskrá komi Landskrá fasteigna, eins og núgildandi lög gera ráð fyrir.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svohljóðandi

BREYTINGU:


    Við 3. gr. Greinin verði svohljóðandi:
    3. mgr. 35. gr. laganna orðast svo:
    Skráðu matsverði fasteigna skal breytt í Landskrá fasteigna í samræmi við framangreinda stuðla og skal það verð talið fasteignamatsverð frá og með 31. desember til jafnlengdar næsta ár nema sérstakt endurmat komi til.

    Kristinn H. Gunnarsson, Gunnar Birgisson og Margrét Frímannsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. maí 2001.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Sigríður A. Þórðardóttir.


Ögmundur Jónasson.



Hjálmar Árnason.


Einar K. Guðfinnsson.


Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.