Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1346  —  225. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um húsafriðun.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórunni J. Hafstein frá menntamálaráðuneyti, Gunnar J. Birgisson hrl., Guðnýju G. Gunnarsdóttur frá Félagi íslenskra safnmanna, Elínu Smáradóttur og Stefán Thors frá Skipulagsstofnun, Margréti H. Auðardóttur frá Fornleifafræðingafélagi Íslands, Þórð Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hjörleif Kvaran frá Reykjavíkurborg, Harald Helgason frá húsverndardeild Þjóðminjasafns Íslands og Magnús Skúlason frá húsafriðunarnefnd ríkisins. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Arkitektafélagi Íslands, fræðslu- og menningarsviði Austur-Héraðs, Byggðasafni Árnesinga, Byggðasafni Hafnarfjarðar, Byggðasafni Skagfirðinga, Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdælinga, Kristínu Huld Sigurðardóttur, Eyþingi – Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Félagi byggingarfulltrúa, Félagi íslenskra safnmanna, Félagi norrænna forvarða – Íslandsdeild, Fornleifafræðingafélagi Íslands, Fornleifastofnun Íslands, húsverndardeild Þjóðminjasafns Íslands, húsafriðunarnefnd ríkisins, Kvikmyndasafni Íslands, Listasafni Einars Jónssonar, Minjasafni Egils Ólafssonar, minjaverði Vesturlands og Vestfjarða, Minjasafninu á Akureyri, Reykjavíkurborg, Ríkisendurskoðun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sambandi sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sjóminjasafninu á Eyrarbakka, Skipulagsstofnun, starfsmönnum Árbæjarsafns, Sögufélaginu, Terry Gunnell, lektor í þjóðfræði, þjóðminjaráði, Þjóðminjasafni Íslands, þjóðminjaverði og Þór Magnússyni, fyrrverandi þjóðminjaverði.
    Ákvæði frumvarpsins eru sambærileg ákvæðum V. kafla þjóðminjalaga, nr. 88/1989. Megintilgangur þess er að skapa húsafriðun sérstöðu innan þjóðminjavörslunnar. Jafnframt er sjálfstæði yfirstjórnar þessa málaflokks aukið með því að gera húsafriðunarnefnd, sem nú er undirnefnd þjóðminjaráðs, að sjálfstæðri ríkisstofnun er heyri beint undir menntamálaráðherra. Þannig eru boðleiðir gerðar skýrari og stjórnsýsla málaflokksins treyst. Í frumvarpinu eru ekki lagðar til stórvægilegar breytingar á efnisreglum sem gilda um húsafriðun.
    Nefndin bendir á að í 4. mgr. 16. gr. frumvarpsins er lagt til að varsla og reikningshald húsafriðunarsjóðs skuli falið bankastofnun nema húsafriðunarnefnd ákveði aðra tilhögun að fengnu samþykki menntamálaráðuneytisins. Ákvæði þetta er samhljóða 5. mgr. 46. gr. þjóðminjalaga, nr. 88/1989. Að mati nefndarinnar eru ákvæði af þessu tagi varðandi sjóði í eigu ríkisins úrelt og óþörf. Skv. 2. mgr. 18. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að húsafriðunarnefnd beri ábyrgð á fjárreiðum húsafriðunarsjóðs. Í ljósi þess og með vísan til þeirrar þróunar



Prentað upp.

sem orðið hefur í banka- og bókhaldsmálum á liðnum árum er að mati nefndarinnar óþarft að binda hendur stjórnar sjóðsins í þessu efni með beinum fyrirmælum í lögum. Eðlilegra er að húsafriðunarnefnd geti ákveðið sjálf hvernig hún leysir þennan þátt í starfsemi sjóðsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.


Alþingi, 9. maí 2001.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Sigríður Jóhannesdóttir.


Tómas Ingi Olrich.



Ólafur Örn Haraldsson.


Einar Már Sigurðarson.


Einar Oddur Kristjánsson.



Kolbrún Halldórsdóttir,


með fyrirvara.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Hjálmar Árnason.