Ferill 707. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1420  —  707. mál.




Frumvarp til laga



um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

(Eftir 2. umr., 18. maí.)



1. gr.
Heimild til sölu.

    Heimilt er að selja allt hlutafé ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf.

2. gr.
Skuldbindingar.

    Um skuldbindingar og starfsemi Landssíma Íslands hf. á sviði fjarskipta fer samkvæmt leyfisbréfi útgefnu af Póst- og fjarskiptastofnun og reglugerð um alþjónustu.

3. gr.
Gildistaka.

    Lög þessi taka þegar gildi.
    Jafnframt falla úr gildi lög nr. 103/1996, um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar, með síðari breytingum.

Ákvæði til bráðabirgða.

     Þrátt fyrir ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, skal hlutabréf ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf., útgefið 23. janúar 1998, vera ógilt við útgáfu á rafbréfum í félaginu í verðbréfamiðstöð án undangenginnar innköllunar.
    Ákvæði 1. mgr. 20. gr. laga um hlutafélög gildir ekki um Landssíma Íslands hf. á meðan hlutafé er að fullu í eigu ríkissjóðs.
    Samgönguráðherra fer með eignarhlutdeild ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf.