Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 351  —  288. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 33 5. maí 2000, um veiðieftirlitsgjald, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001–2002.)



1. gr.


    Í stað „15.000 kr.“ í 1. gr. laganna kemur: 16.500 kr.

2. gr.

    Í stað „424 kr.“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 462 kr.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með lögum nr. 34/2000, um breytingu á gjaldtökuákvæðum nokkurra laga á sviði sjávarútvegs, voru m.a. lögfestar fjárhæðir sem renna til reksturs veiðieftirlits Fiskistofu. Fram að lagabreytingunni var fjárhæðum breytt árlega með reglugerð. Við útreikning á gjaldinu var miðað við áætlaðan kostnað Fiskistofu af rekstri veiðieftirlitsins enda eftirlitsgjaldinu ætlað að standa undir þeim kostnaði. Gjaldinu var skipt þannig niður að leyfishafar greiða annars vegar gjald fyrir leyfi til veiða í atvinnuskyni og hins vegar gjald sem ákvarðast af úthlutuðu aflamagni – eða lönduðum afla – hvers skips í þorskígildum talið.
    Til að halda sömu reglu er hér lagt til:
     1.      Að gjald fyrir leyfi til veiða í atvinnuskyni hækki úr 15.000 kr. í 16.500 kr. Með þessu móti hækka tekjur af gjaldinu á árinu 2002 um 3,7 m.kr.
     2.      Að gjald á úthlutaðar veiðiheimildir eða landaðan afla metið til þorskígilda í tonnum skuli hækka úr 424 kr. í 462 kr. Í fjárlögum ársins 2001 er gert ráð fyrir að innheimta vegna gjalds á úthlutaðar aflaheimildir nemi um 176,5 m.kr. Gjald vegna fiskveiðiársins sem hófst 1. september sl. og lýkur 31. ágúst 2002 verður lagt á 1. desember nk. Úthlutun þorskígilda vegna fiskveiðiársins liggur fyrir og er um 382.400 þorskígildi. Til að ná markmiðum fjárlaga er því lagt til að gjaldið hækki úr 424 kr. í 462 kr.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 33/2000,
um veiðieftirlitsgjald, með síðari breytingum.

    Með frumvarpinu er lagt til að gjald sem lagt er á veiðileyfi við útgáfu þeirra til veiðileyfishafa og rennur til Fiskistofu verði hækkað úr 15.000 kr. í 16.500 kr. Áætlað er að sú hækkun leiði til að innheimta gjaldsins nemi samtals 37,2 m.kr. sem er sama upphæð og gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga ársins 2002, en 1,6 m.kr. lægri upphæð en er í fjárlögum 2001. Einnig hækkar gjald á úthlutaðar veiðiheimildir eða landaðan afla metið til þorskígilda í tonnum úr 424 kr. í 462 kr. Þótt upphæðin fyrir hvert tonn þorskígilda hækki er reiknað með 176,5 m.kr. innheimtu sem er sama innheimta ríkistekna og er greint frá í frumvarpi til fjárlaga 2002 og í fjárlögum 2001. Ástæðan er að gjaldið leggst nú á færri þorskígildi vegna minni úthlutunar aflaheimilda á fiskveiðiárinu 2001–2002.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum er ekki gert ráð fyrir að það hafi áhrif á kostnað ríkissjóðs fram yfir það sem þegar hefur verið gert ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga 2002.