Ferill 420. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 680  —  420. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um bólusetningu gegn barnasjúkdómum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hefur farið fram umræða eða rannsókn í heilbrigðiskerfinu hér á landi með hliðsjón af þeirri miklu umræðu sem verið hefur annars staðar, t.d. í Bretlandi, á undanförnum missirum um að bólusetning gegn barnasjúkdómum geti verið orsök einhverfu?
     2.      Er ástæða til að ætla að varasamt sé að hafa bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu og að slíkt fyrirkomulag bólusetningar geti verið orsök fleiri dæma um einhverfu á sl. árum?
     3.      Hvernig er bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hagað hér á landi? Er hún með einni sprautu gegn þessum barnasjúkdómum eða hefur fólk val um að fá bólusetningu við hverjum þessara sjúkdóma sérstaklega? Hefur fyrirkomulag bólusetningar ávallt verið eins og nú er og ef svo er ekki, hvenær varð breyting á því? Er ráðherra með einhver áform um breytingar í þessum málum?