Ferill 710. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1265  —  710. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hermann Sæmundsson og Inga Val Jóhannsson frá félagsmálaráðuneyti, Þórð Skúlason og Gunnlaug Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, Guðmund Bjarnason frá Íbúðalánasjóði, Guðrúnu Árnadóttur frá Reykjavíkurborg, Gunnar Jónatansson frá Búseta og Baldvin Ólason frá Félagsstofnun stúdenta.
    Með frumvarpinu er lagt til að í stað varasjóðs verði komið á fót varasjóði húsnæðismála sem verði í eigu og á ábyrgð sveitarfélaga en verði rekinn sem sjálfstæð rekstrareining undir yfirumsýslu félagsmálaráðherra. Varasjóður húsnæðismála tekur yfir allar eignir, réttindi og skyldur varasjóðs, skv. X. kafla laganna um varasjóð og ákvæði til bráðabirgða VIII, sem er lagður niður. Þá skal varasjóður húsnæðismála hafa umsýslu með Tryggingarsjóði vegna byggingargalla þar til hlutverki hans telst lokið skv. 53. gr. laganna. Jafnframt er varasjóði húsnæðismála ætlað að veita annars vegar rekstrarframlög til sveitarfélaga vegna hallareksturs félagslegra leiguíbúða eða íbúða sem staðið hafa lengi auðar og hins vegar framlög til sveitarfélaga til að greiða fyrir innlausn félagslegra eignar- og leiguíbúða og sölu þeirra á almennum markaði. Í frumvarpinu er enn fremur mælt fyrir um hlutverk ráðgjafarnefndar varasjóðs húsnæðismála en nefndin skal skipuð með líkum hætti og núverandi stjórn varasjóðs. Þá hefur frumvarpið að geyma heimild til stjórnar Íbúðalánasjóðs að fengnum tillögum varasjóðs húsnæðismála og í samráði við viðkomandi sveitarfélög til að afskrifa að hluta eða öllu leyti útistandandi veðkröfur sjóðsins á félagslegri leiguíbúð sem ekki verður leigð út vegna slæms ástands, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Loks er í frumvarpinu gert ráð fyrir að félagsmálaráðherra verði heimilt að staðfesta ósk sveitarfélags um að aflétt verði kaupskyldu og forkaupsrétti félagslegra íbúða innan viðkomandi sveitarfélags.
    Nefndin telur rétt að samkomulag félagsmála- og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. apríl 2002 fylgi áliti þessu til frekari skýringa á frumvarpinu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali. Breytingarnar eru allar smávægilegar og lúta annars vegar að orðalagi og hins vegar að tilvísunum í lagagreinar.
    Guðrún Ögmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. apríl 2002.



Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Kristján Pálsson.



Drífa Hjartardóttir.


Jónína Bjartmarz.


Pétur H. Blöndal,


með fyrirvara.



Ásta R. Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.


Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.




Fylgiskjal.


Samkomulag félagsmála- og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs
og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

(4. apríl 2002.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Reykjavík, 4. apríl 2002.



    Páll Pétursson,     Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
    félagsmálaráðherra.     formaður stjórnar
         Sambands íslenskra sveitarfélaga.

     Geir H. Haarde,     Þórður Skúlason,
    fjármálaráðherra.     framkvæmdastjóri
         Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgiskjal með samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um húsnæðismál,
dags 4. apríl 2002.

(i millj. kr.)
Ár 1 Ár 2 Ár 3 Ár 4 Ár 5
2002 2003 2004 2005 2006 Samtals
Verkefni 1: Sala íbúða
Ríki 30 30 30 30 30 150
Sveitarfélög/Jöfnunarsjóður 20 20 20 20 20 100
Sjóður v/byggingargalla 20 20 20 20 20 100
Samtals 70 70 70 70 70 350
Verkefni 2: Rekstur á leiguhúsnæði
Ríki 30 30 30 30 30 150
Sjóður v/byggingargalla 40 40 40 40 40 200
Samtals 70 70 70 70 70 350
Samtals 140 140 140 140 140 700
Ríki 60 60 60 60 60 300
Sveitarfélög/Jöfnunarsjóður 20 20 20 20 20 100
Sjóður v/byggingargalla 60 60 60 60 60 300
Verkefni 3: Afskrift íbúða
Íbúðalánasjóður, allt að 40 40 40 40 40 200
Mótframlag viðk. sveitarfélaga, allt að 40 40 40 40 40 200