Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 77. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 77  —  77. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um kvartanir vegna verðbréfaviðskipta.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hverjar eru helstu ástæður kvartana vegna verðbréfaviðskipta sem úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hafa borist annars vegar og Fjármálaeftirlitinu hins vegar, og hver hefur fjöldi kvartana verið árlega síðustu þrjú ár?
     2.      Hversu oft á þessum árum hafa komið fram kvartanir um rangar upplýsingar frá verðbréfafyrirtækjum vegna sölu hlutabréfa og hversu oft hefur það verið vegna sama fyrirtækis?
     3.      Hafa verðbréfasalar orðið bótaskyldir vegna rangra upplýsinga um kaup og sölu í verðbréfaviðskiptum? Ef svo er, hversu oft hefur það gerst og um hve háar fjárhæðir hefur verið að ræða?
     4.      Eru dæmi þess að bankar hafi fallið frá kröfu um greiðslu á hlutabréfum vegna gylliboða verðbréfasala bankanna og óraunhæfra væntinga um hagnað? Ef svo er, hvaða tilvik voru þetta, um hvaða fjárhæðir var að ræða og hvaða fordæmisgildi hefur það að mati ráðherra?


Skriflegt svar óskast.