Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 614. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 981  —  614. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um ferðakostnað ráðherra.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver var árlegur ferðakostnaður ráðherra erlendis, sundurliðað eftir ráðuneytum, heildarkostnaði, dagpeningum, risnu og öðrum kostnaði, árin 1999–2002?
     2.      Hver er skoðun ráðherra á því að upplýsingar um risnu- og ferðakostnað ráðuneyta og stofnana þeirra séu sundurliðaðar og aðgengilegar í ríkisreikningi?
     3.      Telur ráðherra rétt að neita þeim sem sinna upplýsingaskyldu til almennings, eins og fjölmiðlum og Alþingi, um upplýsingar um kostnað tengdan starfi æðstu embættismanna og stjórnvaldshafa?
     4.      Telur ráðherra ástæðu til að endurskoða reglur um ferða- og dagpeningagreiðslur hjá ráðuneytum og stofnunum?


Skriflegt svar óskast.