Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 614. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1148  —  614. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um ferðakostnað ráðherra.

     1.      Hver var árlegur ferðakostnaður ráðherra erlendis, sundurliðað eftir ráðuneytum, heildarkostnaði, dagpeningum, risnu og öðrum kostnaði, árin 1999–2002?
    Umbeðnar upplýsingar koma fram í töflunni.

Árlegur ferðakostnaður ráðherra erlendis árin 1999–2002.

Dagpeningar

Risna

Annar kostnaður

Heildarkostnaður
Forsætisráðuneytið
1999 878.776 296.519 2.396.130 3.571.425
2000 1.056.594 363.626 2.343.318 3.763.538
2001 916.610 282.497 2.050.833 3.249.940
2002 1.439.764 347.956 4.375.684 6.163.404
Samtals 4.291.744 1.290.598 11.165.965 16.748.307
Menntamálaráðuneytið
1999 1.047.195 52.826 1.355.321 2.455.342
2000 1.270.292 37.236 2.524.472 3.832.000
2001 1.113.000 83.162 1.827.424 3.023.586
2002 568.813 16.698 1.194.797 1.780.308
Samtals 3.999.300 189.922 6.902.014 11.091.236
Utanríkisráðuneytið
1999 1.640.067 425.044 3.967.623 6.032.734
2000 1.979.105 498.951 3.729.162 6.207.218
2001 2.101.080 338.679 3.883.078 6.322.837
2002 2.156.971 258.521 3.103.779 5.519.271
Samtals 7.877.223 1.521.195 14.683.642 24.082.060
Landbúnaðarráðuneytið
1999 367.798 116.852 651.442 1.136.092
2000 466.685 0 566.124 1.032.809
2001 475.210 16.767 635.473 1.127.450
2002 576.184 35.805 991.058 1.603.047
Samtals 1.885.877 169.424 2.844.097 4.899.398
Sjávarútvegsráðuneytið
1999 448.209 7.328 736.137 1.191.674
2000 1.251.717 90.869 1.980.051 3.322.637
2001 1.402.513 600.419 3.233.453 5.236.385
2002 1.519.303 353.124 3.788.319 5.660.746
Samtals 4.621.742 1.051.740 9.737.960 15.411.442
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
1999 212.136 28.849 517.895 758.880
2000 658.220 30.054 1.313.876 2.002.150
2001 766.776 0 1.903.537 2.670.313
2002 370.067 44.429 813.404 1.227.900
Samtals 2.007.199 103.332 4.548.712 6.659.243
Félagsmálaráðuneytið
1999 165.501 18.012 339.914 523.427
2000 796.887 61.058 1.412.345 2.270.290
2001 654.948 123.397 1.647.899 2.426.244
2002 973.985 484.718 1.759.115 3.217.818
Samtals 2.591.321 687.185 5.159.273 8.437.779
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
1999 298.267 16.886 527.034 842.187
2000 540.723 243.796 1.338.355 2.122.874
2001 705.402 158.385 1.119.035 1.982.822
2002 913.439 191.370 1.724.745 2.829.554
Samtals 2.457.831 610.437 4.709.169 7.777.437
Fjármálaráðuneytið
1999 497.808 57.402 1.228.486 1.783.696
2000 664.237 47.753 1.518.586 2.230.576
2001 962.635 58.042 1.528.868 2.549.545
2002 1.089.877 618.808 2.395.660 4.104.345
Samtals 3.214.557 782.005 6.671.600 10.668.162
Samgönguráðuneytið
1999 300.364 4.299 446.900 751.563
2000 1.010.574 181.702 1.398.591 2.590.867
2001 883.654 90.750 1.500.772 2.475.176
2002 786.797 45.854 1.265.288 2.097.939
Samtals 2.981.389 322.605 4.611.551 7.915.545
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
1999 459.639 227.205 1.307.205 1.994.049
2000 865.133 54.895 2.190.712 3.110.740
2001 937.834 155.199 1.648.496 2.741.529
2002 593.882 174.064 1.009.800 1.777.746
Samtals 2.856.488 611.363 6.156.213 9.624.064
Umhverfisráðuneytið
1999 77.158 0 130.945 208.103
2000 630.222 6.355 1.165.989 1.802.566
2001 1.306.823 79.362 2.125.754 3.511.939
2002 921.662 19.631 1.711.359 2.652.652
Samtals 2.935.865 105.348 5.134.047 8.175.260


     2.      Hver er skoðun ráðherra á því að upplýsingar um risnu- og ferðakostnað ráðuneyta og stofnana þeirra séu sundurliðaðar og aðgengilegar í ríkisreikningi?

    Með lögum nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, voru gerðar umfangsmiklar breytingar á skilgreiningu þeirra aðila sem fjárlög og ríkisreikningur ná til, flokkun þeirra og framsetningu fjárlaga og ríkisreiknings. Samkvæmt 1. gr. fjárreiðulaganna gilda ákvæði laga um bókhald og ársreikninga, svo og góðar bókhalds- og reikningsskilavenjur um bókhald ríkisaðila enda sé ekki kveðið á um annað í fjárreiðulögunum sjálfum. Í samræmi við þetta var efnistökum og framsetningu ríkisreiknings breytt verulega frá því sem áður var í því skyni að hann gæfi glögga og aðgengilega mynd af rekstri ríkisjóðs og ríkisstofnana og að uppbygging hans fylgdi formi ársreikninga fyrirtækja. Hluti af þeirri breytingu var að draga úr birtingu margháttaðra séryfirlita um ýmsa afmarkaða þætti í starfsemi ríkisins frá því sem áður var. Alltaf er matsatriði hversu ítarlegar upplýsingar eigi að birta í skýringum með reikningnum sjálfum um einstaka þætti í starfseminni en þar vegast á sjónarmið um að reikningurinn gefi gott yfirlit og þess að í honum megi finna svör við sem flestum spurningum. Í gagnasafni Fjársýslu ríkisins er að finna upplýsingar um afmarkaða þætti í rekstri ríkisins, sem ýmist eru teknar saman vegna hagskýrslugerðar eða efni sem oft er spurt um eins og hér. Áformað er auka við það efni sem aðgengilegt er á heimasíðu Fjársýslunnar samhliða ríkisreikningnum sem þar er birtur.

     3.      Telur ráðherra rétt að neita þeim sem sinna upplýsingaskyldu til almennings, eins og fjölmiðlum og Alþingi, um upplýsingar um kostnað tengdan starfi æðstu embættismanna og stjórnvaldshafa?
    Það fer eftir atvikum hverju sinni hvort orðið er við beiðni um afhendingu upplýsinga. Þannig gilda upplýsingalög um aðgang fjölmiðla að upplýsingum hjá hinu opinbera. Stjórnvöldum ber ekki skylda til þess samkvæmt upplýsingalögum að útskýra sérstaklega gögn sem ekki liggja fyrir þegar eftir þeim er leitað. Um rétt Alþingis til upplýsinga fer hins vegar skv. 54. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir: Heimilt er alþingismönnum, með leyfi Alþingis, að óska upplýsinga ráðherra eða svars um opinber málefni með því að bera fram fyrirspurn um málið eða beiðast um það skýrslu.
    Í 49. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, er að finna nánari fyrirmæli um form og fyrirkomulag fyrirspurna.
     4.      Telur ráðherra ástæðu til að endurskoða reglur um ferða- og dagpeningagreiðslur hjá ráðuneytum og stofnunum?
    Um ferða- og dagpeningagreiðslur hjá ráðuneytum og stofnunum gilda reglur nr. 39/1992, með síðari breytingum. Ekki liggja fyrir sérstakar ástæður til að breyta þessum reglum. Rétt er að taka fram að tilhögun greiðslu kostnaðar í ferðalögum er bundin af kjarasamningum við starfmenn ríkisins svo að henni verður ekki breytt nema með samningum við stéttarfélög starfsmanna.