Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 610. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1296  —  610. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Erlu Pétursdóttur, Lilju Sturludóttur og Ragnheiði Snorradóttur frá fjármálaráðuneytinu, Helga Jensson fyrir hönd umhverfisráðuneytisins, Örn Sigurðsson frá Fornbílaklúbbnum og Jónas Þór Steinarsson frá Bílgreinasambandinu. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Umferðarstofu, Ríkisendurskoðun, Trausta – félagi sendibílstjóra, Fornbílaklúbbi Íslands, tollstjóranum í Reykjavík og Félagi löggiltra endurskoðenda.
    Í frumvarpinu er lögð til lækkun vörugjalds af nokkrum flokkum ökutækja.
    Nefndin leggur til eina breytingu á frumvarpinu. Lögð er til lækkun vörugjalds í 13% af fólksbifreiðum og öðrum vélknúnum ökutækjum 40 ára og eldri. Þessar bifreiðar falla nú í sama flokk og aðrar fólksbifreiðar til almennra nota þar sem vörugjaldshlutfallið er 30% eða 45% eftir sprengirými aflvélar. Nefndin telur eðlilegt, með hliðsjón af takmarkaðri notkun slíkra fornbifreiða og menningarlegs tilgangs þeirra, m.a. með tilkomu bílasafna víða um land, að eðlilegt sé að innheimt séu af þeim lægri vörugjöld en almennt gerist.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:


    Við a-lið 1. mgr. 1. gr. bætist nýr stafliður er orðist svo: Fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki 40 ára og eldri.

    Árni R. Árnason og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Jóhann Ársælsson skrifar undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 12. mars 2003.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Gunnar Birgisson.



Hjálmar Árnason.


Adolf H. Berndsen.


Jón Bjarnason.



Jóhann Ársælsson,


með fyrirvara.



Prentað upp.