Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 177. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 179  —  177. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um reglur um kjör og hagsmunaárekstra stjórnenda lífeyrissjóða.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve margir stjórnarmenn eða stjórnendur fimm stærstu lífeyrissjóða áttu aðild að stjórnum fyrirtækja á árunum 2001 og 2002? Óskað er sundurliðunar á hverjum lífeyrissjóði fyrir sig og hvort um sé að ræða sæti í fleiri en einni stjórn fyrirtækja og þá hve mörgum hjá hverjum þeirra.
     2.      Hversu oft og hjá hvaða framangreindum lífeyrissjóðum var um að ræða stjórnarsetu í fyrirtækjum sem lífeyrissjóðirnir höfðu fjárfest í?
     3.      Hverjar voru heildarársgreiðslur til þessara stjórnarmanna og stjórnenda lífeyrissjóða annars vegar fyrir setu í lífeyrissjóðum og hins vegar fyrir setu í stjórnum fyrirtækja á síðastliðnu ári og eftir fjölda stjórnarmanna og stjórnenda?
     4.      Hvað reglur gilda hjá lífeyrissjóðunum um hlutabréfaeign stjórnarmanna og stjórnenda til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra ef þeir eiga sjálfir hlut í fyrirtæki sem lífeyrissjóðirnir fjárfesta í?
     5.      Hvaða reglur gilda um setu stjórnarmanna og stjórnenda lífeyrissjóða í stjórnum fyrirtækja sem lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest í ef stjórnarmenn eða stjórnendur eiga sæti í stjórn þess fyrirtækis, eiga sjálfir hlut í því eða eiga annarra hagsmuna að gæta í viðkomandi fyrirtæki?


Skriflegt svar óskast.