Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 267. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 300  —  267. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um miskabætur til þolenda afbrota.

Frá Margréti Frímannsdóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Hvenær er fyrirhugað að ákvæði laga sem tóku gildi 1996 um ábyrgð ríkissjóðs á miskabótum til þolenda afbrota komi að fullu til framkvæmda?
     2.      Hversu háar greiðslur hafa verið inntar af hendi til þolenda afbrota?
     3.      Hversu margir hafa fengið þá hámarksgreiðslu sem nú er í gildi?




























Prentað upp.