Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 286. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 330  —  286. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um launaákvarðanir samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig er skipting milli kynja í tíu stærstu stofnunum sem greitt hafa viðbótarlaun skv. 9. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2002, og hver voru útgjöld þessara stofnana vegna viðbótarlauna og hvernig skiptust þau milli kynja?
     2.      Er þess gætt hjá ráðuneytum og stofnunum að greidd séu sambærileg viðbótarlaun í stofnunum til karla og kvenna sem vinna sambærileg störf?
     3.      Til hvaða starfa í fyrrgreindum tíu stofnunum náðu viðbótarlaunin?
     4.      Er unnið eftir sambærilegum reglum hjá opinberum aðilum við ákvörðun viðbótarlauna?
     5.      Hvaða ráðuneyti hafa beitt ákvæðum 9. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins um viðbótarlaun og hvernig er skipting á þeim greiðslum milli kynja?
     6.      Hvaða opinberar stofnanir og ráðuneyti greiddu viðbótarlaun skv. 9. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á árinu 2002 og hvaða stofnanir ekki?


Skriflegt svar óskast.