Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 334. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 741  —  334. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um bifreiðamál ráðherra.

    Leitað hefur verið upplýsinga hjá öllum ráðuneytum um bifreiðamál ráðherra. Fjárhæðir og upplýsingar vegna bifreiðakaupa, rekstrarkostnaðar og viðhalds bifreiða auk starfskjara bifreiðastjóra í svari þessu eru byggðar á gögnum frá viðkomandi ráðuneytum.

     1.      Hvaða ráðherrar hafa haft til umráða bifreið í eigu og rekstri ríkisins við embættisstörf sín frá 1. janúar 1998 til 15. nóvember 2003, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 580/1991, um bifreiðamál ríkisins, og hvaða ráðherrar sem nýta eigin bifreiðar til embættisstarfans hafa á sama tímabili nýtt sér ákvæði 11. gr. reglugerðarinnar?
    Ráðherrar sem hafa haft til umráða bifreið í eigu og rekstri ríkisins allt umrætt tímabil eru:
                  –      forsætisráðherra,
                  –      dóms- og kirkjumálaráðherra,
                  –      fjármálaráðherra,
                  –      iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
                  –      menntamálaráðherra,
                  –      sjávarútvegsráðherra,
                  –      utanríkisráðherra.
    Ráðherrar sem hafa haft til umráða bifreið í eigu og rekstri ríkisins hluta tímabilsins eru:
                   félagsmálaráðherra frá 1. janúar 1998 til 10. júní 2003,
                   heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 14. maí 2001,
                   landbúnaðarráðherra frá 12. maí 1999,
                   umhverfisráðherra frá 12. maí 1999.
    Ráðherrar sem hafa nýtt eigin bifreið til embættisstarfans eru:
                   félagsmálaráðherra frá 10. júní 2003,
                   heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 1 janúar 1998 til 14. maí 2001,
                   landbúnaðarráðherra frá 1. janúar 1998 til 11. maí 1999,
                   umhverfisráðherra frá 1. janúar 1998 til 11. maí 1999.

     2.      Hver hafa útgjöld verið árlega á fyrrgreindu tímabili hjá hverju ráðuneyti fyrir sig hjá þeim ráðherrum sem hafa til umráða ráðherrabifreið í eigu ríkisins annars vegar og hins vegar hjá þeim ráðherrum sem nýta eigin bifreið vegna embættisstarfans, þ.e.
                  a.      bílakaup (tegund og verð bíls á föstu verðlagi),
                  b.      fyrningarfé fyrir eigin bifreið, sbr. 11. gr. reglugerðarinnar,
                  c.      rekstrarkostnaður og viðhald, sbr. 10. og 11. gr. reglugerðarinnar?

    Í töflu 1 má sjá svör við a-lið, í töflu 2 eru svör við b-lið, og í töflu 3 er svör við c-lið að finna.

Tafla 1: Útgjöld ráðuneyta vegna kaupa ráðherrabifreiða. 1


Ráðuneyti /
tegund bifreiðar
1998 1999 2000 2001 2002 2003 Samtals
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti     
Mercedes Benz E240 5.126.972 5.126.972
útlagður kostn. 0 5.126.972 0 0 0 0 5.126.972
Félagsmálaráðuneyti     
Jeep Grand Cherokee 5.545.494 5.545.494
söluverð eldri bifr. 1.143.683 2.520.000 3.663.683
útlagður kostn. 0 0 4.401.811 0 0 -2.520.000 1.881.811
Fjármálaráðuneyti     
BMW 523 4.395.017 4.395.017
BMW 530 4.614.591 4.614.591
söluverð eldri bifr. 1.708.689 2.007.500 3.716.189
útlagður kostn. 0 0 2.686.328 0 0 2.607.091 5.293.419
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 2     
BMW 525 4.098.203 4.098.203
Volvo XC90 5.156.816 5.156.816
söluverð eldri bifr., áætlað 2.400.000 2.400.000
útlagður kostn. 0 0 0 4.098.203 0 2.756.816 6.855.019
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti 3     
Audi A6 4.727.373 4.727.373
BMW X5 4.995.000 4.995.000
söluverð eldri bifr. 1.799.819 1.799.819
útlagður kostn. 0 0 2.927.554 0 0 4.995.000 7.922.554
Landbúnaðarráðuneyti     
Mitsubishi Pajero 4.584.677 4.584.677
Mitsubishi Pajero 5.263.400 5.263.400
söluverð eldri bifr. 0 2.282.264 2.282.264
útlagður kostn. 0 4.584.677 0 0 2.981.136 0 7.565.813
Menntamálaráðuneyti     
Mercedes Benz E240 4.290.142 4.290.142
söluverð eldri bifr. 1.503.646 1.503.646
útlagður kostn. 0 0 2.786.496 0 0 0 2.786.496
Samgönguráðuneyti     
Mitsubishi Pajero 4.389.622 3.669.631
söluverð eldri bifr. 2.212.975 1.850.000
útlagður kostn. 0 1.819.631 0 0 0 0 1.819.631
Sjávarútvegsráðuneyti
Mercedes Benz 240E 4.499.605 4.499.605
söluverð eldri bifr. 1.509.342 1.509.342
útlagður kostn. 0 0 2.990.263 0 0 0 2.990.263
Umhverfisráðuneyti     
Audi A6 4.688.736 4.688.736
Lexus RX300 5.344.000 5.344.000
söluverð eldri bifr. 0 1.650.000 1.650.000
útlagður kostn. 0 4.688.736 0 0 0 3.694.000 8.382.736
Utanríkisráðuneyti     
Mitsubishi Pajero SX-357 5.187.201 5.187.201
söluverð eldri bifr. 658.000 658.000
útlagður kostn. 0 0 0 0 0 4.529.201 4.529.201
Öll ráðuneyti samtals 0 16.220.016 15.792.452 4.098.203 2.981.136 16.062.108 55.153.915



Tafla 2: Fyrningarfé fyrir eigin bifreið ráðherra sem nýtt er til embættisstarfans.


Ráðuneyti 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Samtals
Félagsmálarn. 4 0 0
Heilbrigðis- og tryggingamálarn. 515.230 501.800 446.400 122.033 1.585.463
Landbúnaðarrn. 5 350.000 126.389 476.389
Umhverfisrn.5 350.000 126.388 476.388
Samtals 1.215.230 754.577 446.400 122.033 0 0 2.538.240



Tafla 3: Rekstrarkostnaður og viðhald bifreiða. 6


Bifreiðar í eigu ríkisins
Ráðuneyti 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Samtals
Forsætisrn. 1.054.591 898.359 836.606 1.167.741 1.622.371 726.125 6.305.793
Dóms- og kirkjumálarn. 7 0 528.393 672.237 1.372.247 1.644.984 637.091 4.854.952
Félagsmálarn. 1.156.141 1.099.794 1.680.885 2.007.412 1.185.306 777.788 7.907.326
Fjármálarn. 505.443 597.195 611.814 881.228 822.428 804.282 4.222.390
Heilbrigðis- og tryggingamálarn. 546.156 813.702 1.007.007 2.366.865
Iðnaðar- og viðskiptarn. 1.370.000 1.919.000 2.251.000 1.055.000 1.112.000 2.708.000 10.415.000
Landbúnaðarrn. 617.396 1.094.247 1.664.723 1.499.926 1.092.900 5.969.192
Menntamálarn. 646.476 1.173.578 1.349.038 1.411.290 1.100.946 1.134.830 6.816.158
Samgöngurn. 989.500 1.413.345 1.305.230 1.725.275 1.833.666 1.249.430 8.516.446
Sjávarútvegsrn. 464.944 824.203 846.099 1.019.924 1.149.287 954.312 5.258.769
Umhverfisrn. 620.950 1.143.802 1.736.746 1.714.210 1.538.645 6.754.353
Utanríkisrn. 679.254 746.957 701.887 1.552.940 509.149 535.484 4.725.671
Samtals 6.866.349 10.439.170 12.492.845 16.140.682 15.007.975 13.165.894 74.112.915
Bifreiðar ráðherra sem nýttar eru til embættisstarfans.
Ráðuneyti 1998 1999 2000 2001 2002 2003
Samtals
Félagsmálarn. 676.655 7.543.004
Heilbrigðis- og tryggingamálarn. 804.519 1.055.786 1.350.206 272.649 3.483.160
Landbúnaðarrn. 354.218 182.367 536.585
Umhverfisrn. 354.218 182.368 536.586
Samtals 1.512.955 1.420.521 1.350.206 272.649 0 676.655 5.232.986


     3.      Hvaða reglur gilda um skattgreiðslu bifreiðahlunninda og fyrningarfé til ráðherra sem nýta eigin bifreiðar?
    Um skattgreiðslu bifreiðahlunninda og fyrningarfé til ráðherra, sem nýta eigin bifreiðar, gildir reglugerð nr. 580/1991, um bifreiðamál ríkisins. Samkvæmt 10. gr. hennar getur ráðherra fengið til afnota bifreið í eigu og rekstri ríkisins. Ráðherra sem fengið hefur slíka bifreið til afnota hefur heimild til takmarkaðra einkanota, svo sem til aksturs milli heimilis og vinnustaðar og annarra einstakra ferða. Greiða skal skatt af bifreiðahlunnindum í samræmi við almennar reglur um skattmat sem fjármálaráðuneytið birtir í upphafi hvers tekjuárs, sbr. 118. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt. Samkvæmt reglum um skattmat fyrir takmörkuð afnot bifreiðar skal á árinu 2003 greiða 55,00 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Framkvæmdin er sú að ráðherrar greiða mánaðarlega staðgreiðslu af bifreiðahlunnindum, sem dregin er af launum.
    Samkvæmt 11. gr. sömu reglugerðar á ráðherra er eigi kýs að fá ríkisbifreið til umráða þess kost að nýta eigin bifreið til embættisstarfa, enda sé bifreiðin í góðu ásigkomulagi þegar notkun í þágu ríkisins hefst. Ríkissjóður ber allan kostnað af rekstri slíkrar bifreiðar og greiðir eiganda hennar fyrningarfé sem skal vera 20% af endurnýjunarverði hennar ár hvert. Ríkissjóður greiðir eigi fyrningarfé af eldri bifreiðum en fimm ára. Fyrningarfé telst vera skattskyldar tekjur hjá viðkomandi ráðherra, sbr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, að frádreginni fyrningu sem er samkvæmt skattmati 330.000 kr. á ári. Greiða skal staðgreiðslu af þessum tekjum, sbr A-lið 2. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum. Að auki skal greiða staðgreiðslu af bifreiðahlunnindum af rekstri bifreiðarinnar, þó þannig að fyrningarþátturinn er tekinn út úr hlunnindamatinu.

     4.      Hver hefur kostnaður ráðuneyta verið á sama tímabili vegna starfskjara bílstjóra ráðherra, sundurliðað eftir tegundum greiðslna, og hver tekur ákvörðun um launakjör þeirra?
    Kostnaður ráðuneyta frá 1. janúar 1998 til 15. nóvember 2003 vegna starfskjara bílstjóra ráðherra er eftirfarandi:
                  –      Laun:     299.627.870 kr.
                  –      Launatengd gjöld:     53.806.863 kr.
                  –      Annað, fatapeningar:     3.267.661 kr.
    Kostnaður við afleysingar í veikindum og orlofi bílstjóra er meðtalinn. Forsætisráðuneytið hefur annast gerð samkomulags fyrir hönd ráðuneyta við bifreiðastjóra embættis forseta Íslands og ráðuneyta Stjórnarráðs Íslands. Að öðru leyti taka laun ráðherrabílstjóra breytingum samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna stjórnarráðsins og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Þess ber að geta að bifreiðastjórar ráðherra eru ráðnir sem starfsfólk ráðuneytanna og sinna jafnframt ýmsum öðrum störfum í samræmi við verkefnaskipan viðkomandi ráðuneytis.

     5.      Hefur á fyrrgreindu tímabili ávallt farið fram útboð á bifreiðakaupum ráðherra og hvaða reglur gilda um kaup og sölu á ráðherrabifreiðum? Ef ekki hafa farið fram útboð er óskað skýringa á því.
    Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum hafa á nefndu tímabili ekki farið fram útboð á bifreiðakaupum ráðherra, enda hafa fjárhæðir verið innan viðmiðunarmarka um útboðsskyldu vörukaupa sbr. 12. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup. Kaupin eru þó oftast gerð eftir að Ríkiskaup hefur gert verðkönnun fyrir viðkomandi ráðuneyti. Að sögn Ríkiskaupa hefur slíkt skilað sjáanlegum árangri.
    Um kaup og sölu á ráðherrabifreiðum gildir reglugerð nr. 580/1991, um bifreiðamál ríkisins og reglur fjármálaráðuneytis frá 1992, um innkaup og endurnýjun á bifreiðum í eigu ríkisins sem ráðherrar hafa til afnota. Samkvæmt 10. gr. reglugerðarinnar skal Innkaupastofnun ríkisins (nú Ríkiskaup) sjá um innkaup og endurnýjun á ráðherrabifreiðum. Samkvæmt reglum fjármálaráðuneytis skal Innkaupastofnun (Ríkiskaup) hafa samráð við bílanefnd ríkisins um innkaup og endurnýjun bifreiðanna og annast afsöl og nauðsynlegar tilkynningar vegna viðskiptanna svo og afhendingu bifreiða og innheimtu söluandvirðis.
    Öll ráðuneyti hafa notið aðstoðar Ríkiskaupa við kaup og sölu á bifreiðum fyrir ráðherra, nema forsætisráðuneytið sem ekki hefur keypt ráðherrabifreið á umræddu tímabili og utanríkisráðuneytið sem leitaði sjálft tilboða frá fjórum bílaumboðum þegar bíll var keyptur.

     6.      Telur ráðherra að hægt sé með hagkvæmari hætti en nú er að standa að bifreiðamálum ráðherra og kostnaði þeim tengdum? Ef svo er, hvaða leiðir telur ráðherra rétt að skoða í því efni?
    Nauðsynlegt er að bifreiðamál ráðherra séu reglulega til skoðunar og gætt sé hagkvæmni í rekstri og innkaupum eins og kostur er. Ljóst er að á síðasta áratug hefur nokkur árangur náðst varðandi aðhald í kaupum nýrra ráðherrabifreiða og sölu eldri bifreiða. Með bættum samgöngum og fjarskiptatækni auk þróunar í bifreiðaframleiðslu hafa áherslur í bílakaupum nokkuð breyst frá því að reglur fjármálaráðuneytis um innkaup og endurnýjun á bifreiðum í eigu ríkisins, sem ráðherrar hafa til afnota voru settar árið 1992. Störf ráðherra eru þess eðlis að þau útheimta mikil ferðalög innanlands allt árið um kring og hefur því til að mynda aukin áhersla verið lögð á ýmsa öryggisþætti sem og á öruggar fjórhjóladrifsbifreiðar. Í ljósi þessa getur talist eðlilegt að reglur um endurnýjun og innkaup bifreiða verði yfirfarnar og samræmdar með hliðsjón af þörfum og aðstæðum hverju sinni.

Neðanmálsgrein: 1
1     Kaupverð og söluverð er á föstu verðlagi og miðað er við vísitölu neysluverðs, meðaltal hvers árs, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.
Neðanmálsgrein: 2
2     BMW-bifreið ráðuneytisins hefur ekki enn verið seld en áætlað söluverð er 2,4 millj. kr.
Neðanmálsgrein: 3
3     Audi-bifreið ráðuneytisins skemmdist illa árið 2003. Tjónið hefur ekki enn verið gert upp af hálfu tryggingafélagsins og því hefur ekki verið unnt að selja bifreiðina að svo stöddu og tekjufærsla því ekki tilgreind í töflunni.
Neðanmálsgrein: 4
4     Fyrningarfé vegna eigin bifreiðar félagsmálaráðherra fyrir árið 2003 hafði ekki verið greitt 15. nóvember sl.
Neðanmálsgrein: 5
5     Árið 1998 og fram á mitt ár 1999 gegndi Guðmundur Bjarnason stöðu landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra. Landbúnaðarráðuneyti sá um uppgjör en skuldfærði síðan helming fjárhæðar á umhverfisráðuneyti.
Neðanmálsgrein: 6
6     Taflan er tvískipt. Í fyrri hluta er gerð grein fyrir bifreiðum í eigu ríkisins en í þeim síðari eigin bifreiðum ráðherra sem nýttar eru til embættisstarfa.
Neðanmálsgrein: 7
7     Frá 1. janúar 1998 til vors 1999 var ekki bifreið í rekstri hjá ráðuneytinu þar sem þáverandi dómsmálaráðherra var einnig sjávarútvegsráðherra og bifreið hans var rekin á vegum síðarnefnda ráðuneytisins.