Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 664. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 993  —  664. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Helga Hjörvar og Valdimar L. Friðrikssyni.



    Hvernig hefur samgönguráðuneytið hrundið í framkvæmd aðgerðum til að ná fram jafnrétti kynjanna, sbr. 10. tölul. III. kafla þingsályktunar um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna sem samþykkt var á Alþingi 28. maí 1998? Óskað er eftir að gerð verði grein fyrir hverju verkefni fyrir sig og hve miklu fé hefur verið varið til aðgerðanna.


Skriflegt svar óskast.