Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 303. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1044  —  303. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 17/1991, um einkaleyfi, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „plöntu- né dýraafbrigðum“ í 2. efnismgr. b-liðar komi: plöntu- eða dýraafbrigðum.
                  b.      Í stað orðanna „upplýsingar um erfðaefni“ í 4. efnismgr. b-liðar komi: erfðaupplýsingar.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „erfðafræðilegum upplýsingum“ og „erfðafræðilegu upplýsingarnar“ í 3. mgr. a-liðar komi: erfðaupplýsingum, og: erfðaupplýsingarnar.
                  b.      Í stað orðanna „með dýr til undaneldis“ í 2. mgr. b-liðar komi: með búfé til undaneldis.
     3.      Við 5. gr. Í stað orðanna „sérfræðingum“, „sérfræðingi“ og „sérfræðingar“ í 2. efnismgr. komi: óháðum sérfræðingum, óháðum sérfræðingi, og: óháðir sérfræðingar.
     4.      Við 6. gr. Við 1. efnismgr. bætist: í samanburði við uppfinninguna í einkaleyfinu.
     5.      Við frumvarpið bætist ný grein sem verði 9. gr. og orðist svo ásamt fyrirsögn:

Innleiðing á tilskipun.

             Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/44/EB frá 6. júlí 1998 um lögvernd uppfinninga í líftækni, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2003 frá 31. janúar 2003, um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn.